Fara í efni
Umræðan

25 ára afmælishátíð Norðurorku í dag

Norðurorka var stofnsett árið 2000, með sameiningu Rafveitu Akureyrar og Hita- og vatnsveitu Akureyrar. Síðan eru liðin 25 ár og af því tilefni verður haldin afmælishátíð í dag, laugardaginn 13. september.
 
Dagskráin verður á tveimur stöðum, fyrst í hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót og síðan í höfuðstöðvum Norðurorku á Rangárvöllum.
 
  • SANDGERÐISBÓT
    Klukkan 13.00 - 14.00
Hreinsistöð fráveitu verður loks formlega vígð í dag. „Með tilkomu hreinsistöðvarinnar, sem tekin var í notkun árið 2020, fer fráveituvatn ekki lengur óhreinsað út í sjó auk þess sem áhrifasvæði útrásar er nú minna og fjær ströndu en áður - og því ber að fagna!“ segir í tilkynningu frá Norðurorku. 
 
„Þar sem að stöðin var tekin í notkun á tímum samkomutakmarkana þá langar okkur núna loks að vígja þessa samfélagslegu búbót sem hreinsistöð fráveitu sannarlega er. Því mun fara fram formleg vígsla og kynning á stöðinni.“
 
  • RANGÁRVELLIR
    Klukkan 14.00 - 16.00
Að vígslu hreinsistöðvarinnar lokinni færist dagskráin að höfuðstöðvum Norðurorku að Rangárvöllum. Í tilkynningu segir að þar verði boðið upp á erindi, lifandi tónlist, hoppukastala, grillaðar pylsur, kaffi og konfekt. Öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
 
Dagskrá erinda sem flutt verða í Orkugarði er sem hér segir:
 
  • 14.20 Fræðslustarf - Hvernig og hvers vegna
    Erla Björg Guðmundardóttir og Valgerðardóttir og Hanna Rún Hilmarsdóttir
  • 14.40 Hvaða tækifæri felast í snjallmælavæðingunni?
    Arnaldur B. Magnússon
  • 15.00 Stiklað á stóru úr 25 ára sögu Norðurorku
    Gunnur Ýr Stefánsdóttir
  • 15.20 Vatnið í Vaðlaheiðargöngum - nýting nú og síðar
    Hjalti Steinn Gunnarsson
  • 15.40 Drægnikvíði – er hægt að hlaða bíl allsstaðar í bænum?
    Arnaldur B. Magnússon

Smellið hér til að sjá upplysingar um viðburðinn á Facebook. Öll eru hjartanlega velkomin, segir í tilkynningu frá Norðurorku

Stafrænt kynbundið og kynferðislegt ofbeldi: alvarlegt og vaxandi samfélagsmein

Tryggvi Hallgrímsson skrifar
06. desember 2025 | kl. 11:00

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10