Fara í efni
Umræðan

Hagnaður GA 18,8 milljónir króna á árinu

Rekstur Golfklúbbs Akureyrar (GA) gekk afar vel á nýliðnu rekstrarári (1. nóvember 2023 til 31. október 2024). Hagnaður var 18,8 milljónir króna eftir fjármagnsliði. Tekjur námu 265 milljónum samanborið við 246,5 milljónir árið áður og rekstrargjöld voru tæpar 244 milljónir en voru 229 milljónir árið áður.

Aðalfundur GA var haldinn síðastliðinn laugardag og þar var Bjarni Þórhallsson endurkjörinn formaður. 

Í tilkynningu á vef GA segir að mikil ásókn hafi verið í rástíma.

  • GA félagar léku rúmlega 1.000 fleiri hringi á Jaðarsvelli í sumar en árið áður – 24.328 hringi.
  • Alls voru spilaðir 30.146 hringir á Jaðarsvelli sem er það mesta frá upphafi.

„Mótahald ársins gekk frábærlega og helst ber að nefna okkar fjögur árlegu stórmót, Arctic Open, Icewear bombuna, Hjóna- og parakeppni Icelandair og GA og Höldur/Askja Open. Hvert þeirra með yfir 200 þátttakendur sem er frábært ásamt fjöldan allann af öðrum mótum hér í sumar,“ segir á vef golfklúbbsins.

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00