Fara í efni
Umræðan

Hækkun óhjákvæmileg – „froða“ fyrir kosningar

Hækka á gjaldskrár á Akureyri um sjö til tíu prósent til að mæta hallarekstri, skv. fjárhagsáætlun sem var til fyrri umræðu í bæjarstjórn á þriðjudaginn. Oddviti Samfylkingarinnar segir í viðtali við RÚV að viðkvæmir hópar samfélagsins gleymist og sakar oddvita Sjálfstæðisflokksins um froðumálflutning í aðdraganda kosninga.

Heimir Örn Árnason, oddviti sjálfstæðismanna og forseti bæjarstjórnar, segir hækkanir óhjákvæmilegar. „Því miður er þetta bara til að mæta kostnaði og verðbólgu og fleira. Við erum að reyna að halda þessu í hófi en það eru nokkur gjöld sem munu hækka mun minna en önnur,“ segir Heimir.

Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir hækkanir, þvert á loforð fyrir kosningar óheppilegar. „Það er eiginlega alveg galið og segir okkur svo mikið um kosningar á Íslandi. Að geta farið í rauninni með svona froðu ætla ég að leyfa mér að segja, og gera svo eiginlega bara nákvæmlega ekkert.“

Smellið hér til að sjá frétt RÚV

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30