Fara í efni
Umræðan

Grímuskylda og 500 manna fjöldatakmörk

Grímuskylda verður tekin upp á ný hérlendis á morgun, í verslunum og á samkomum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti þetta eftir að hún kom út af ríkisstjórnarfundi.

Næsta miðvikudag taka svo gildi þær ákvarðanir ráðherra að 500 manns að hámarki megi koma saman í einu – en miðað hefur verið við 2.000 manns undanfarið – og að skemmtistaðir megi vera opnir tveimur klukkustundum skemur en verið hefur. Opið verður til klukkan 23.00 og allir verða að vera farnir út fyrir miðnætti.

  • Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin grímuskyldu.
  • Rétt er að geta þess að með notkun hraðprófa verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns.

Þessar takmarkanir gilda í fjórar vikur.

Svandís sagði deildar meiningar hafa verið um málið í ríkisstjórninni, en ábyrgðin væri hennar.

Eins og Akureyri.net sagði í morgun greindust 167 með kórónuveiruna hérlendis í gær, fleiri en nokkru sinni á einum degi frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. Áður höfðu mest greinst 154 á einum degi, 30. júlí í sumar.

Á Akureyri voru 67 í sóttkví í gær og 58 í einangrun og skv. nýjustu tölum á covid.is voru í morgun alls 91 í einangrun og 133 í sóttkví í landshlutanum öllum, Norðurlandi eystra.

Viðbót klukkan 11:48:

Hér má sjá tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í heild

Skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, fjöldatakmarkanir verða 500 manns, veitingastöðum með vínveitingaleyfi verður skylt að loka tveimur tímum fyrr en nú. Með notkun hraðprófa verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar aðgerðir samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis sem hefur áhyggjur af mikilli fjölgun smita, auknum veikindum og vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið. Reglur um grímunotkun taka gildi á morgun en aðrar breytingar miðvikudaginn 10. nóvember og gilda í fjórar vikur til þriðjudags 8. desember.

Frá því að bylgja faraldursins sem nú gengur yfir tók að rísa um miðjan júlí sl. hafa tæplega 7.300 greinst með COVID-19, um 160 lagst inn á sjúkrahús (2,2%), 33 á gjörgæsludeild, 17 hafa þurft á öndunarvél að halda og fjórir látist. Sóttvarnalæknir telur hertar takmarkanir innanlands nauðsynlegar til að forða því að neyðarástand skapist í heilbrigðiskerfinu með ófyrirséðum aðgerðum. Ná þurfi daglegum fjölda smita niður í 40-50 og viðhalda þeirri stöðu með takmörkunum þar til betra ónæmi næst í samfélaginu með örvunarbólusetningum og náttúrulegri sýkingu.

Aðgerðirnar í hnotskurn

Strax á miðnætti tekur gildi grímuskylda; skylt verður að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tekur gildi frá og með 6. nóvember).

  • Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun.
  • Starfsfólki sem veitir einstaklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, t.d. hárgreiðslu, nudd og viðlíka, er ekki skylt að bera grímu enda er grímuskylda á viðskiptavinum.
  • Framhaldsskólanemar mega taka niður grímu eftir að sest er í kennslu þótt ekki sé hægt að viðhafa 1 metra nálægðarreglu.

Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu.

Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember).

Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í grunn- og framhaldsskólum með notkun hraðprófa.

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember).

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. mars 2024 | kl. 13:11

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Heimir Örn Árnason skrifar
06. mars 2024 | kl. 15:15