Fara í efni
Umræðan

GKG Íslandsmeistari, sveit GA í fjórða sæti

Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar (GKG) eftir að hún varð Íslandsmeistari í dag. Mynd: Golfsamband Íslands - Sigurður Elvar Þórólfsson

Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar (GKG) varð Íslandsmeistari í dag þegar Íslandsmóti golfklúbba lauk á Jaðarsvelli á Akureyri. Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð í fjórða sæti.

GKG lék til úrslita við Keili og sigraði 4-1. Þetta er í níunda skipti sem GKG sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba.

Sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Akureyrar léku um 3. sætið og þar höfðu GR-ingar betur, 3,5-1,5. Í undanúrslitum sigraði Keilir lið Golfklúbbs Reykjavíkur 3-2 og GKG vann þá sveit GA 4,5-0,5.

Átta lið kepptu um Íslandsmeistaratitilinn á Jaðarsvelli. Röð þeirra varð þessi:

1. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Akureyrar, GA
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Setberg, GSE

Öll tölfræðin

Myndasyrpa frá mótinu

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00