GKG Íslandsmeistari, sveit GA í fjórða sæti
Sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðarbæjar (GKG) varð Íslandsmeistari í dag þegar Íslandsmóti golfklúbba lauk á Jaðarsvelli á Akureyri. Sveit Golfklúbbs Akureyrar varð í fjórða sæti.
GKG lék til úrslita við Keili og sigraði 4-1. Þetta er í níunda skipti sem GKG sigrar í efstu deild Íslandsmóts golfklúbba.
Sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur og Golfklúbbs Akureyrar léku um 3. sætið og þar höfðu GR-ingar betur, 3,5-1,5. Í undanúrslitum sigraði Keilir lið Golfklúbbs Reykjavíkur 3-2 og GKG vann þá sveit GA 4,5-0,5.
Átta lið kepptu um Íslandsmeistaratitilinn á Jaðarsvelli. Röð þeirra varð þessi:
1. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Akureyrar, GA
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Setberg, GSE
Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast
„Í augsýn er nú frelsi …
Krónan býr sig ekki til sjálf
Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára