Fara í efni
Umræðan

Gagnsæi og góð nýting á framkvæmdafé

Fyrir hverjar kosningar hef ég heyrt frambjóðendur nefna bætta meðferð á opinberu fé, gott mál. En hvernig í ósköpunum á fólk að geta fylgst með efndum á þessu fyrirheitum ef gagnsæið vantar? Hvað er það sem kjósendur hafa við að styðjast svo þau geti metið þessar yfirlýsingar um „ábyrga meðferð á opinberu framkvæmdafé“?

Horfum á nokkrar framkvæmdir sem unnar voru á liðnum árum. Talið upp af algeru handahófi.

Stólalyfta í Hlíðarfjalli, endurbygging Lundarskóla, endurbygging Glerárskóla, fráveitumannvirkið í Sandgerðisbótinni, aðstaðan fyrir siglingaklúbbinn Nökkva og leikskólinn Klappir hjá Glerárskóla.

Er einhver munur á upphaflegri áætlun og endanlegri tölu á þeim kostnaði sem bærinn eða rekstur í eigu bæjarins lagði í þessi verk? Og ef svo er, hvernig stendur á þessum mun, var áætlunin ófullnægjandi eða breyttist verkefnið á miðri leið?

Þarna kemur margumtalað gagnsæi til sögunnar. Það vantar. Ég lagðist í litla leit á heimasíðu bæjarins og skimaði eftir uppgjöri framkvæmda. Fékk á skjáin tilvísanir í fundargerðir þar sem þetta var greinilega á dagskrá en fylgiskjöl voru mér ekki aðgengileg.

Þarna er einfaldlega ekki verið að ástunda „gagnsæja stjórnsýslu“, heldur er gamli feluleikurinn enn í gangi. Fólkinu í bænum er ekki trúað til þess að hafa aðgang að frumgögnum sem eru forsendur þess að fólkið í bænum geti metið út frá rökum hvort kjörnu fulltrúarnir sem kynna „bætta meðferð opinbers fjár“ séu tilbúin að standa við stóru orðin.

Eru þau tilbúin að standa við kostnaðaráætlanir sem þau hafa samþykkt og eru þau tilbúin í opinskáa greiningu á því hvað var til fyrirmyndar og eftirbreytni í viðkomandi verkefni? Einnig hvort eitthvað hafi farið öðruvísi en ætlað var og þá um leið skoðað hvað megi læra af því?

Ólafur Kjartansson er í 7. sæti á framboðslista VG fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 14. maí.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30