Fara í efni
Umræðan

Bikarævintýri KA-manna á enda

Kyle McLagan fagnar þriðja marki Fram í kvöld, sem hann skoraði seint í fyrri hálfleiknum. KA-maðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson er að vonum svekktur. Mynd: Ármann Hinrik

Bikarmeistarar KA í knattspyrnu verða að láta verðlaunagripinn af hendi í ágúst. Það varð ljóst í kvöld þegar KA-menn töpuðu á heimavelli fyrir Frömurum, 4:2, í 16-liða úrslitum keppninnar. 

Upphafsmínúturnar voru ótrúlegar; Fram fékk víti þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar en Steinþór Már Auðunsson markmaður KA varði og Hallgrímur Mar Steingrímsson kom bikarmeisturunum svo yfir nokkrum mínútum síðar með stórglæsilegu marki. Þeir náðu hins vegar ekki að fylgja því eftir, Framarar tók stjórnina og gerðu þrjú mörk í fyrri hálfleiknum – Róbert Hauksson skoraði í tvígang og Kyle McLagan gerði þriðja markið.

Birgir Baldvinsson minnkaði muninn fyrir KA á 63. mínútu en eftir klaufalegt sjálfsmark Hans Viktors Guðmundssonar fimm mínútum síðar varð verkefni KA-manna mjög erfitt. 

KA-menn höfðu aðeins tapað einum af síðustu 11 bikarleikjum, þeir léku til úrslita síðustu tvö ár en nú er ævintýrið á enda.

Nánar síðar

Leikskýrslan

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00