Fara í efni
Umræðan

Formaðurinn sigraði á meistaramótinu í 501

Frá vinstri: Viðar Valdimarsson, Sunna Valdimarsdóttir, Davíð Örn Oddsson, Vigfús Hjaltalín, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Erika Mist og fremstur er Óskar Jónasson.

Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs, og Sunna Valdimarsdóttir sigruðu í árlegu meistaramóti Þórs í 501 einmenningi. Um er að ræða stærsta innanfélagsmót deildarinnar á hverju ári, 47 karlar og fimm konur kepptu að þessu sinni.

Í karlaflokki var spilað í átta riðlum og fóru efstu fjórir karlar áfram í 32 manna úrslit.
 
Davíð sigraði Ragnar Hólm 4-1 í 32-manna úrslitum, Jón Örn Pálsson 5-3 í 16 manna úrslitum, Edgars KK 5-2 í átta manna úrslitum og í undanúrslitum vann Davíð sigurvegara tveggja síðustu ár, Viðar Valdimarsson, 5-4. Vert er að geta þess að Viðar komst í 4-1 en Davíð vann fjóra síðustu leggi leiksins.
 

Davíð Örn Oddsson, formaður píludeildar Þórs, sigurvegari á mótinu.

Vigfús J. Hjaltalín mætti Davíð í úrslitum. Í átta manna úrslitum sigraði hann Friðrik Gunnarsson 5-4 í háspennuleik og í undanúrslitum hafði Vigfús betur gegn Óskari Jónassyni, 5-3.

„Úrslitaleikurinn var sveiflukenndur og ljóst að mikið var í húfi. Leikurinn fór alla leið í oddalegg og var það Davíð sem sigraði að lokum 6-5,“ segir á Facebook síðu píludeildar Þórs. „Þetta var fyrsti sigur Davíðs í einmennings meistaramóti en á síðasta ári vann hann 301 tvímenning með Valþóri Atla [Birgissyni]. Áfram halda titlarnir að bætast í safnið hjá formanni deildarinnar.“

Í kvennaflokki var spilað í einum riðli og fóru efstu 4 konurnar áfram í undanúrslit. Sunna Valdimarsdóttir sigraði Eirku Mist 4-1 og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Ólöf Heiða Óskarsdóttir og Kolbrún Gígja Einarsdóttir sem mættust og þar hafði Kolbrún betur, 4-2.
 
Það voru því Sunna og Kolbrún Gígja sem áttust við í úrslitaleiknum og eftir harða baráttu sigraði varði Sunna titilinn frá því í fyrra með 5-3 sigri.

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00