Fara í efni
Umræðan

Frestur til að senda inn ábendingar að renna út

Frestur til að senda inn ábendingu um skipulagslýsingu vegna breytinga á skipulagi svæðis við Spítalaveg og Tónatröð rennur út í dag, 12. janúar. Minnt er á það á heimasíðu Akureyrarbæjar.

„Skipulagslýsingin, sem er í raun lýsing á skipulagsverkefninu framundan, hefur verið í kynningarferli frá 15. desember. Bæjarbúar eru hvattir til að nota tækifærið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir þar.

Smelltu hér til að senda inn ábendingu

„Samkvæmt tillögu sem skipulagsráð bæjarins tók fyrir í byrjun nóvember, og liggur til grundvallar skipulagslýsingunni, er stefnt að auknu byggingarmagni og fjölgun íbúða á svæðinu. Gert er ráð fyrir breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Samkvæmt núgildandi skipulagi eru á svæðinu einbýlishúsalóðir en lagt hefur verið til að í staðinn verið byggð fjölbýlishús.“

Nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasvæði um Tónatröð á vef bæjarins. Smelltu hér til að skoða vefsvæðið.

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15