Frestur til að senda inn ábendingar að renna út

Frestur til að senda inn ábendingu um skipulagslýsingu vegna breytinga á skipulagi svæðis við Spítalaveg og Tónatröð rennur út í dag, 12. janúar. Minnt er á það á heimasíðu Akureyrarbæjar.
„Skipulagslýsingin, sem er í raun lýsing á skipulagsverkefninu framundan, hefur verið í kynningarferli frá 15. desember. Bæjarbúar eru hvattir til að nota tækifærið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir þar.
Smelltu hér til að senda inn ábendingu
„Samkvæmt tillögu sem skipulagsráð bæjarins tók fyrir í byrjun nóvember, og liggur til grundvallar skipulagslýsingunni, er stefnt að auknu byggingarmagni og fjölgun íbúða á svæðinu. Gert er ráð fyrir breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Samkvæmt núgildandi skipulagi eru á svæðinu einbýlishúsalóðir en lagt hefur verið til að í staðinn verið byggð fjölbýlishús.“
Nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasvæði um Tónatröð á vef bæjarins. Smelltu hér til að skoða vefsvæðið.


„Það er ómetanlegt að hafa griðastað“

Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi

Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál

Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf
