Fara í efni
Umræðan

Frestur til að senda inn ábendingar að renna út

Frestur til að senda inn ábendingu um skipulagslýsingu vegna breytinga á skipulagi svæðis við Spítalaveg og Tónatröð rennur út í dag, 12. janúar. Minnt er á það á heimasíðu Akureyrarbæjar.

„Skipulagslýsingin, sem er í raun lýsing á skipulagsverkefninu framundan, hefur verið í kynningarferli frá 15. desember. Bæjarbúar eru hvattir til að nota tækifærið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri,“ segir þar.

Smelltu hér til að senda inn ábendingu

„Samkvæmt tillögu sem skipulagsráð bæjarins tók fyrir í byrjun nóvember, og liggur til grundvallar skipulagslýsingunni, er stefnt að auknu byggingarmagni og fjölgun íbúða á svæðinu. Gert er ráð fyrir breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Samkvæmt núgildandi skipulagi eru á svæðinu einbýlishúsalóðir en lagt hefur verið til að í staðinn verið byggð fjölbýlishús.“

Nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasvæði um Tónatröð á vef bæjarins. Smelltu hér til að skoða vefsvæðið.

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00

Grunnskólarnir okkar allra

Sindri Kristjánsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 06:00

Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur

Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifa
28. ágúst 2024 | kl. 14:38

Viltu úthluta milljarði?

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 12:12

Tugir milljarða evra til Pútíns

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. ágúst 2024 | kl. 16:00