Fara í efni
Umræðan

Frambjóðendur á fundi hjá Þórsurum í kvöld

Íþróttafélagið Þór hefur staðið fyrir súpufundum í félagsheimilinu Hamri undanfarið með fulltrúm allra framboða í bæjarstjórnarkosningunum. Í kvöld verður haldinn fundur þar sem fulltrúar allra framboða nema eins mæta til leiks.

Á fundinum verða framboðin „með stutta framsögu/kynningu á sínum stefnumálum áður en Þórsurum gefst svo tækifæri til að spyrja spurninga,“ segir á heimasíðu Þórs.

„Er hér á ferðinni einstakt tækifæri til að kynnast stefnu flokkanna í þeim málefnum er snúa að íþróttum og tómstundum á Akureyri. Fundurinn er að sjálfsögðu opinn öllum og hvetjum við alla Þórsara til að koma og sýna frambjóðendum hversu stórt og öflugt okkar frábæra félag er,“ segir þar.

Fundurinn hefst klukkan 20.00 í Hamri. Fulltrúar átta framboða af níu mæta, allra nema Kattaframboðsins. Þrír fulltrúanna verða oddvitar viðkomandi framboðs að sögn Reimars Helgasonar, framkvæmdastjóra Þórs.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30