Fara í efni
Umræðan

Formlegar viðræður hafnar á Akureyri

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Bæjarfulltrúar flokkanna þriggja sem fengu mest fylgi í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardaginn hittust á fyrsta formlega  fundinum undir kvöld.

L-listi, Bæjarlisti Akureyrar, fékk þrjá bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo hvor, og ákveðið var í gær, á óformlegum fundi, að hefja viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Flokkarnir hafa sjö af 11 bæjarfulltrúum.

Viðræðurnar eru á algjörum byrjunarreit eins og gefur að skilja. Á fundinn mættu allir bæjarfulltrúarnir sjö. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, oddviti sjálfstæðismanna, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Sjálfstæðisflokki, Elma Eysteinsdóttir, L-lista, Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans, Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Gunnar Már Gunnarsson, Framsókn og Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar.

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15