Fara í efni
Umræðan

Formlegar viðræður hafnar á Akureyri

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Bæjarfulltrúar flokkanna þriggja sem fengu mest fylgi í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardaginn hittust á fyrsta formlega  fundinum undir kvöld.

L-listi, Bæjarlisti Akureyrar, fékk þrjá bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo hvor, og ákveðið var í gær, á óformlegum fundi, að hefja viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Flokkarnir hafa sjö af 11 bæjarfulltrúum.

Viðræðurnar eru á algjörum byrjunarreit eins og gefur að skilja. Á fundinn mættu allir bæjarfulltrúarnir sjö. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, oddviti sjálfstæðismanna, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Sjálfstæðisflokki, Elma Eysteinsdóttir, L-lista, Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans, Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Gunnar Már Gunnarsson, Framsókn og Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar.

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55

Að upphefja raddir sjúklinga

Málfríður Þórðardóttir skrifar
17. september 2023 | kl. 06:00