Fara í efni
Umræðan

Formlegar viðræður hafnar á Akureyri

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Bæjarfulltrúar flokkanna þriggja sem fengu mest fylgi í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardaginn hittust á fyrsta formlega  fundinum undir kvöld.

L-listi, Bæjarlisti Akureyrar, fékk þrjá bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo hvor, og ákveðið var í gær, á óformlegum fundi, að hefja viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Flokkarnir hafa sjö af 11 bæjarfulltrúum.

Viðræðurnar eru á algjörum byrjunarreit eins og gefur að skilja. Á fundinn mættu allir bæjarfulltrúarnir sjö. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, oddviti sjálfstæðismanna, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Sjálfstæðisflokki, Elma Eysteinsdóttir, L-lista, Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans, Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Gunnar Már Gunnarsson, Framsókn og Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45