Fara í efni
Umræðan

Fá „breiðari þekkingu“ í stjórn Norðurorku

Hlynur Jóhannsson, stjórnarformaður Norðurorku, á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Mynd: Axel Darri

Til stendur að fækka pólitískum fulltrúum í stjórn Norðurorku úr fimm í þrjá og auglýsa þess í stað eftir tveimur óháðum fulltrúum til setu í stjórn. Þetta kemur fram í  ávarpi Hlyns Jóhannssonar, stjórnarformanns Norðurorku, í árskýrslu fyrirtækisins. Aðalfundur þess fór fram í gær eins og akureyri.net greindi frá í morgun.

Hlynur segir að ný eigendastefna, sem bæjarráð og bæjarstjórn Akureyrarbæjar hafi samþykkt fyrir Norðurorku, kalli á breytt vinnubrögð hjá stjórn, eigendum og forstjóra, svo sem að eigendur komi fram með stefnu á eigendafundi og greini þar frá því hvert þeir vilji sjá fyrirtækið stefna, og stjórnin muni svo framfylgja þeirri stefnu. Þannig komi allir pólitískir fulltrúar að stefnumótun fyrir fyrirtækið.

„Meðal breytinga sem er að vænta er að einungis sitji þrír pólitískir fulltrúar í stjórn Norðurorku, tveir frá meirihlutaflokkunum og einn frá minnihlutanum í bæjarstjórn, en auglýst verði eftir tveimur óháðum fulltrúum til setu í stjórn,“ segir í ávarpi Hlyns í ársskýrslunni. „Það er von okkar að með þessu fyrirkomulagi fáum við breiðari þekkingu inni í stjórn og er stefnt á að þetta verði gert fyrir aðalfund 2026.“

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00

Ný sókn í mennta­málum – tæki­færi eða hliðar­skref?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 14:15

Sveitarstjórnarpólitík: Hvað þarf að laga, og hvernig?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
28. ágúst 2025 | kl. 12:00

Brautin rudd fyrir nýtingu glatvarma

Ottó Elíasson og Ásthildur Sturludóttir skrifa
25. ágúst 2025 | kl. 10:10