Fara í efni
Umræðan

Epli og Eikur hjá Leikfélagi Hörgdæla

Dramatík í almenningsgarði. Hvað getur klikkað? Mynd: Leikfélag Hörgdæla

Leikfélag Hörgdæla verður í farsakennda gírnum í ár á Melum. Fimmtudaginn 27. febrúar verður gamansöngleikurinn 'Epli og eikur' eftir Þórunni Guðmundsdóttur frumsýndur, en löng hefð er fyrir því að frumsýna á fimmtudegi á Melum. 

Í fréttatilkynningu frá leikfélaginu segir að verkið sé sprenghlægilegur, farsakenndur söngleikur sem gerist allur á sama stað, í almenningsgarði í kringum garðbekk. Þar fer fram ákaflega flókinn eltingarleikur þar sem fangelsispresturinn Jóhannes er að fylgjast með glæpakonunni Frú Stefaníu. Vala, kona Jóhannesar, fylgist með honum en fær síðan járnsmiðinn Baldur til starfans. Til sögunnar kemur unga stúlkan Rakel sem einnig fer að eltast við Jóhannes. Prestsdóttirin Lára fer að læra glæpamennsku hjá frú Stefaníu og þær æfa sig í gagnkvæmri eftirför, Dóra systir hennar eltist við hinn myndarlega dr. Daníel, eða ekki. Inn í allt þetta fléttast síðan ýmis örlög persónanna, meinleg eða ekki. 

 

Epli og eikur er söngleikur. Þetta rímaði. Mynd: aðsend.

Verkið verður sýnt 21 sinni, alla föstudaga og laugardaga fram á vor. Lokasýning verður laugardaginn, 26. apríl. Um páskana verða sýningar á skírdag, 17. apríl, föstudaginn langa, 18. apríl og 19. apríl.

Leikstjóri sýningarinnar er Jenný Lára Arnórsdóttir.

Miðasala er á tix.is 

Facebook síða Leikfélags Hörgdæla

 

Biblía, hælaskór, epli, eik og sprauta. Hvað í ósköpunum? Mynd: Facebook síða Leikfélags Hörgdæla

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00