Fara í efni
Umræðan

Fleiri fornminjar finnast í landi Hrauns

Bæjarhúsin að Hrauni í Öxnadal. Alls eru 45 fornminjar skráðar á landareigninni. Mynd: Fornleifastofnun Íslands

Fornleifastofnun Íslands gerði í haust úttekt á sýnilegum fornminjum innan jarðarinnar Hrauns í Öxnadal. Áður voru 30 fornleifar skráðar á landareigninni en við endurskráningu bættust fleiri við og eru þær nú 45 talsins á 41 minjastað. Samkvæmt skýrslunni eru flesta minjarnar staðsettar á heimatúninu.

Fornleifaskráning í Hrauni var unnin fyrir stjórn menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf af Fornleifastofnun Íslands en eins og Akureyri.net hefur áður greint frá stendur til að farið verði í talsverða uppbyggingu í landi Hrauns. Þar á t.d. að byggja upp gestastofu, fara í stígagerð og gera bílastæði. 

Samkvæmt skýrslu Fornleifastofnunar Íslands eru 23 fornleifar staðsettar innan marka um 14 ha deiliskipulagsreits og voru þær taldar í stórhættu en leitast verður eftir því í skipulagi framkvæmdanna að hlífa minjum við raski eins og hægt er.

Meðal nýrra fornminja sem fundust í landi Hrauns er gömul tóft við Hraunsvatn. Mynd: Fornleifastofnun Íslands

Sel við Hraunsvatn

Meðal nýrra fornminja sem bættust á skrá í haust er gömul tóft með 3-4 hólfum við Hraunsvatn sem leiða má líkur af að hafi verið notuð sem einhvers konar sel í tengslum við veiðiskap í vatninu. Tóftin er á norðurbakka Hraunsvatns, um 120 m vestan (eða VNV) við útfallið úr vatninu. Í skýrslunni segir að veggir séu mjög þykkir og fornlegir, algrónir og allt að 2-3 m á þykkt, en rísa þó allt að rúmlega metra yfir yfirborð. Þá fannst önnur margskipt tóft í hvammi um 900 m frá bænum. Ekki er vitað hvaða hlutverki húsið þjónaði en ýmislegt bendir til að það kunni einnig að hafa verið sel. Að sögn Elínar Óskar Hreiðarsdóttur, ritstjóra skýrslunnar, eru þessir tveir staðir líklega merkilegustu fornminjarnar sem fundust nú, en aðrir fundir voru t.d. leiðir, vörður og kálgarðar.

  • Áhugasamir geta skoðað skráninguna, uppmælingar og skýrslu á vefsjá minjastofnunar. Sjá HÉR 

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30