Göngugatan – af hverju er þetta svona erfitt?
30. maí 2023 | kl. 20:00
Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu til vors 2025. Þetta kemur fram á vef félagsins.
„Eru þetta frábærar fréttir enda Einar einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar og algjör lykilmaður í okkar liði,“ segir á vef KA. Hann gekk til liðs við félagið sumarið 2021 og er því að ljúka öðru keppnistímabilinu með KA.
Landsliðskonan Unnur Ómarsdóttir, eiginkona Einars Rafns, leikur sem kunnugt er með KA/Þór.