Fara í efni
Umræðan

Búið að bólusetja eyjarskeggja í Grímsey

Grímseyingar bólusettir í dag. Ljósmynd: Anna María Sigvaldadóttir.

Sextán Grímseyingar voru bólusettir fyrir Covid-19 í dag með bóluefni frá Jansen og þurfa því ekki fleiri bólusetningar að sinni. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Nokkrir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands flugu í morgun frá Akureyri út í Grímsey og bólusettu þá eyjarskeggja sem ekki höfðu verið sprautaðir, auk þess að sinna reglubundinni læknisheimsókn. Alls eru um 40 manns í Grímsey um þessar mundir, að því er segir á vef bæjarins, en margir höfðu þegar fengið bólusetningu í landi.

„Það munar miklu fyrir íbúa að fá þessa þjónustu út í eyju því það er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að ferðast til Akureyrar til að fá sprautuna,“ segir á vef Akureyrarkaupstaðar.

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00