Fara í efni
Umræðan

Bruno Bernat semur til tveggja ára við KA

Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, og Bruno Bernat handsala samninginn. Mynd af vef KA

Markvörðurinn Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Hann leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin.

„Bruno kom af krafti ungur inn í markið í meistaraflokksliði KA en hann verður 21 árs á næstu dögum og verður afar gaman að fylgjast áfram með hans framgöngu,“ segir í frétt á vef KA.

„Í vetur hefur Bruno verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar en hann hefur verið með eina bestu hlutfallsmarkvörsluna í deildinni og þá lék hann með U21 árs landsliði Íslands á dögunum er Ísland vann frækinn sigur á liði Frakka 24-33 í Frakklandi.“

Nánar hér á heimasíðu KA

Tjaldsvæðisreiturinn auglýstur „til sölu“

Benedikt Sigurðarson skrifar
25. janúar 2026 | kl. 10:00

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45