Fara í efni
Umræðan

Bruno Bernat semur til tveggja ára við KA

Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, og Bruno Bernat handsala samninginn. Mynd af vef KA

Markvörðurinn Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Hann leikur því áfram með sínu uppeldisfélagi næstu árin.

„Bruno kom af krafti ungur inn í markið í meistaraflokksliði KA en hann verður 21 árs á næstu dögum og verður afar gaman að fylgjast áfram með hans framgöngu,“ segir í frétt á vef KA.

„Í vetur hefur Bruno verið einn besti markvörður Olísdeildarinnar en hann hefur verið með eina bestu hlutfallsmarkvörsluna í deildinni og þá lék hann með U21 árs landsliði Íslands á dögunum er Ísland vann frækinn sigur á liði Frakka 24-33 í Frakklandi.“

Nánar hér á heimasíðu KA

Íbúðabyggð við bílastæði?

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
30. ágúst 2024 | kl. 08:30

Tala eingöngu um vextina

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 19:00

Grunnskólarnir okkar allra

Sindri Kristjánsson skrifar
29. ágúst 2024 | kl. 06:00

Akureyrarbær gerir vel við barnafólk og tekjulágar fjölskyldur

Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifa
28. ágúst 2024 | kl. 14:38

Viltu úthluta milljarði?

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar
26. ágúst 2024 | kl. 12:12

Tugir milljarða evra til Pútíns

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
23. ágúst 2024 | kl. 16:00