Fara í efni
Umræðan

Bólusetning í boði á ný á morgun

Bólusett á slökkvistöðinni á Akureyri í nóvember. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Bólusetning fyrir Covid-19 hefst á ný á morgun, fimmtudag 6. janúar, á slökkvistöðinni á Akureyri. Opið verður frá klukkan 13.00 til 16.00.

„Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur þegar að lágmarki 5-6 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þar kemur fram að þeim, sem ekki hafi hafið bólusetningu eða ekki hafa getað nýtt sér fyrri boð, sé velkomið að koma á auglýstum tíma á Akureyri. Ekki sé þörf á að hafa strikamerki með í för, bara mæta á staðinn.

  • Bólusettir einstaklingar 70 ára og eldri geta fengið örvunarskammt þegar 3 mánuðir hafa liðið frá grunnbólusetningu.
  • Börn sem hafa náð 12 ára aldri eru velkomin í sína fyrstu bólusetningu í fylgd forráðamanna.
  • Bólusett verður með Pfizer, óháð því bóluefni sem notað var við grunnbólusetningu.
  • 14 dagar þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID-19.
  • Þeir sem hafa fengið staðfest Covid 19 smit þurfa að láta líða a.m.k 3-6 mánuði frá veikindum að bólusetningu.
  • Minnt er á að vegna fjölgunar smita í samfélaginu er grímuskylda á bólusetningarstað og fólk er beðið að virða 2 metra regluna.

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00