Fara í efni
Umræðan

Beint frá Akureyri á Anfield með Niceair

Loksins! Boðið verður upp á ferð á heimaleik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í október með beinu flugi frá Akureyri. Ljóst er þar með rætist langþráður draumur margra. Flogið verður með Niceair til Manchester. 

Það eru Akureyri.net og Premierferðir í Liverpool, sem hafa tekið höndum saman og standa fyrir ferðinni. Fararstjórar verða Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net og Sigurður Sverrisson hjá Premierferðum.

Boðið verður upp á ferð á einn leik í fyrstu en ef viðtökur verða góðar verður efnt til annarrar ferðar, jafnvel fleiri ef tilefni gefst. Aðeins er boðið upp á úrvalssæti á Anfield, gott hótel í miðborg Liverpool og akstur til og frá flugvelli.

Premierferðir hafa á síðustu árum verið að auka framboð ferða. Auk hópferðar á Anfield verður boðið upp á pakkaferðir frá Akureyri á Old Trafford og Etihad í Manchester auk þess sem stuðningsmönnum Arsenal, Chelsea, Tottenham og West Ham gefst færi á að bóka pakkaferðir á leiki í London.

Aðeins góð sæti

Premierferðir leggja mikla áherslu á að bjóða aðeins upp á góð sæti á öllum leikjum. Þetta eru svokölluð Hospitality-sæti og þeim fylgir aðgangur að gestastofu fyrir og eftir leik, oft með veitingum inniföldum.

Sigurður Sverrisson hefur verið búsettur í Liverpool til nokkurra ára og hefur þjónustað fjölda Akureyringa sem lagt hafa leið sína á Anfield og aðra velli í England – við góðan orðstír.

„Við höfum eignast góðan hóp traustra viðskiptavina norðan heiða á síðustu árum. Það er okkur því mikið gleðiefni að norðanmenn geti komist á leik í Englandi á okkar vegum án þess að leggja á sig margra klukkustunda akstur fram og til baka frá Keflavík með tilheyrandi vinnutapi,“ segir Sigurður.

Um leið og leikjaniðurröðun fyrir næsta vetur liggur fyrir um miðjan júní verður tilkynnt hvaða leikur verður fyrir valinu.

  • Áhugasamir geta skráð sig á póstlista með því að smella HÉR og skrifa nafn, netfang og farsímanúmer, og svo Akureyri - Anfield í skilaboðalínuna. Upplýsingar verða þá sendar um leið og fyrsta ferðin hefur verið ákveðin.

Frekari fréttir um ferðina verða vitaskuld birtar á Akureyri.net eftir því sem nær dregur.

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50