Fara í efni
Umræðan

FVSA endurgreiðir Niceair-inneignir

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni (FVSA) hefur tekið þá ákvörðun að endurgreiða þeim félagsmönnum sem keyptu inneignarbréf Niceair í gegnum félagið en gátu ekki nýtt þau vegna gjaldþrots Niceair. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef FVSA

Í fyrrahaust var samið um afsláttarkjör félagsmanna FVSA hjá Niceair þannig að fluginneignarbréf að andvirði 32.000 krónur myndi kosta félagsmenn 22.000 krónur og gæti hver félagsmaður keypt fjögur slík inneignarbréf á hverju almanaksári. Stjórn Niceair hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum og því ljóst að umrædd bréf nýtast félagsmönnum ekki. Stjórn FVSA hleypur því undir bagga með sínu fólki og endurgreiðir þeim félagsmönnum sem þess óska, en þó aðeins þau inneignarbréf sem ekki hafa fengist bætt í gegnum tryggingar umsækjenda.

Umsóknir um endurgreiðslu fara fram í gegnum vef FVSA og verður hægt að sækja um endurgreiðslu til og með 31. ágúst í sumar.

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50