Fara í efni
Umræðan

Beint frá Akureyri á leik með Liverpool

Í vetur verður boðið upp á ferð í beinu flugi frá Akureyri á heimaleik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Það eru Akureyri.net, TA Sport og Premierferðir sem taka höndum saman og skipuleggja ferðina. Flogið er með easyJet til Manchester og fararstjóri verður Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net.

Boðið verður upp á ferð á einn leik í fyrstu en ef viðtökur verða góðar verður efnt til annarrar ferðar. Einnig kemur til greina að bjóða upp á ferðir á heimaleiki Manchester United og Manchester City.

Innifalið: 

  • Flug, skattar og gjöld Akureyri – Manchester – Akureyri
  • 20 kg innrituð taska og taska/bakpoki sem kemst undir sætið
  • Akstur milli flugvallar og hótels
  • Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði á Novotel, sem er 4* hótel í miðborg Liverpool
  • Góð sæti á Anfield; Premier Club hospitality (VIP) með frábæru útsýni. Aðgangur að gestastofu fyrir og eftir leik. Veitingar.
  • Fararstjórn

Ekki er ljóst hvaða leikur verður fyrir valinu  og því ekki hægt að gefa upp verð. Niðurröðun liggur fyrir en enn eru allir helgarleikir skráðir á laugardag. EasyJet flýgur milli Akureyrar og Manchester á laugardögum og þriðjudögum, þannig að um verður að ræða leik á sunnudegi eða mánudegi.

Fyrsta flug easyJet frá Akureyri til Manchester verður 12. nóvember og flogið er tvisvar í viku út mars.

  • Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á heimasíðu TA Sport, án allra skuldbindinga að sjálfsögðu, þannig að hægt verði að senda þeim nánari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.
  • Farið á heimasíðu TA Sport – https://tasport.is/ – og finnið flipann Hafðu samband. Skráið þar nafn, netfang og símanúmer, og skrifið Akureyri - Anfield í skilaboðadálkinn.

Gríðarleg viðbrögð 2022

Vorið 2022 boðuðu Akureyri.net og Premierferðir ferð á heimaleik með Liverpool í flugi frá Akureyri með Niceair. Áhuginn reyndist gríðarlegur en því miður varð að hætta við ferðina vegna óvissu með flug og svo fór að Niceair flaug aldrei til Bretlands.

„Við vonuðumst vissulega til að það yrði talsverður áhugi á þessari hugmynd en mig óraði aldrei fyrir því að vel á annað hundrað manns myndu skrá sig á póstlista hjá okkur á einum sólarhring,“ sagði Sigurður Sverrisson hjá Premierferðum við Akureyri.net á sínum tíma.

Gaman verður að sjá hvort áhuginn er sá sami nú!

Margt hefur breyst á Anfield síðan ritstjóri Akureyri.net tók þessa mynd - úr Kop stúkunni - vorið 1979, fyrir nákvæmlega 45 árum! Þarna var Manchester United í heimsókn. „Kóngurinn“ Kenny Dalglish fremstur fyrir miðju. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50