Fara í efni
Umræðan

Stefnan tekin á leik Liverpool og Man City

TA Sport, Premierferðir og Akureyri.net hafa ákveðið að bjóða upp á þriggja nátta hópferð í beinu flugi frá Akureyri á stórleik Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield Road í Liverpool svo fremi hann fari fram sunnudaginn 1. desember.

Samkvæmt upphaflegri niðurröðun fer leikurinn fram laugardaginn 30. nóvember en yfirgnæfandi líkur eru á að hann verði færður til sunnudags. Flogið er með easyJet á laugardagsmorgni frá Akureyri til Manchester og til baka að morgni þriðjudags.

Breytingar á leikdögum eru yfirleitt tilkynntar með um það bil sex vikna fyrirvara, eftir að sjónvarpsstöðvar leggja fram óskir þar um, og því ætti að liggja fyrir um miðjan október hvort leikurinn verði færður til sunnudags.

Um 200 skráðu sig á heimasíðu TA Sport þegar greint var frá samvinnu ferðaskrifstofunnar og Akureyri.net í júní og rétt þykir að tilkynna strax um þessa hópferð sem fyrirhuguð er frá Akureyri, til þess að kanna jarðveginn, þótt með áðurnefndum fyrirvara sé.

Hægt er að skrá sig í ferðina HÉR en áhugasamir geta einnig látið vita – án skuldbindinga – með því að senda póst á netföngin info@tasport.is og skapti@akureyri.net 

Gera má ráð fyrir að ferðin kosti um 265.000 krónur og er þá miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.

Innifalið:

  • Flug, skattar og gjöld Akureyri – Manchester – Akureyri
  • 20 kg innrituð taska og taska/bakpoki sem kemst undir sætið
  • Akstur milli flugvallar og hótels
  • Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði á Novotel, sem er 4* hótel í miðborg Liverpool
  • Góð sæti á Anfield; Premier Club hospitality (VIP) með frábæru útsýni. Aðgangur að gestastofu fyrir og eftir leik. Veitingar.
  • Fararstjórn

Meira fyrir minna

Sigurjón Þórðarson skrifar
14. ágúst 2025 | kl. 14:00

Kveikjum á kerti fremur en að kvarta yfir myrkrinu

Rúnar Sigþórsson skrifar
07. ágúst 2025 | kl. 11:00

Væri ekki hlaupið út aftur

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
05. ágúst 2025 | kl. 19:00

Aðflugsljós við Leiruveg

Víðir Gíslason skrifar
30. júlí 2025 | kl. 15:30

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50