Fara í efni
Umræðan

Baldvin á EM: „Bara einn sem ég á engan séns í“

Baldvin Þór Magnússon í viðtali við RÚV eftir að hann varð Norðurlandameistari á dögunum. Skjáskot af RÚV.

Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon úr Ungmennafélagi Akureyrar hefur keppni á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Apeldoorn í Hollandi í dag. Hann keppir í 3.000 metra hlaupi og keppni í undanriðlum hefst klukkan 11:45 að íslenskum tíma.

Þetta er í fyrsta skipti sem Baldvin Þór keppir á Evrópumeistaramóti innanhúss. Hann vann sér þátt til þátttöku með því að hlaupa á góðum tíma – 7:39,94 mín. – þegar hann varð Norðurlandameistari 9. febrúar í Finnlandi. Þetta er Íslandsmet og besti tími hans til þessa.

Viðtal birtist við Baldvin Þór á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Ísland í gær.

Hann er spurður hvernig stemmdur hann mæti til leiks. „Bara mjög vel stemmdur. Búið að vera mjög gott tímabil þannig að ég er að koma inn á þetta mót bara mjög sterkur og í góðu formi þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég er búinn að leggja mikið á mig til að komast hingað og ætla að gera mitt besta,“ segir Baldvin á FRÍ.

„[...] þetta er frábær tími til að vera 3000 m hlaupari í Evrópu þannig að þetta er ekkert smá sterkt hlaup. Þegar ég horfi á startlistann þá er bara einn sem ég á engan séns í,“ segir Baldvin, sjálfstraustið sé mikið um þessar mundir og hann mjög mikilvægt að halda því þannig.

Sá eini sem Baldvin Þór á engan séns í, eins og hann orðar það, er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen sem í gær vann Evrópugull í 1500 m hlaupi í þriðja skipti, og er langsigurstranglegastur í 3000 m hlaupinu. 

Baldvin Þór er margfaldur Íslandsmethafi í millivegalengdarhlaupum og langhlaupum, bæði á braut (innan-og utanhúss) og götu.

  • 1500 m hlaup innanhúss – 3:39,67 mín
  • 1500 m hlaup utanhúss – 3:39,90 mín
  • 1 míla innanhúss – 3:59,60 mín
  • 3000 m hlaup innanhúss – 7:39,94 mín
  • 3000 m hlaup utanhúss – 7:49,68 mín
  • 5000 m hlaup innanhúss – 13:58,24 mín
  • 5000 m hlaup utanhúss – 13:20,34 mín
  • 5 km götuhlaup – 13:42,00 mín
  • 10 km götuhlaup – 28:51,00 mín

Keppni á EM í dag hefst klukkan 9.45 en fyrsti undanriðill í 3000 m hlaupi hefst kl. 11.45 sem fyrr segir. 

Evrópumeistaramótið á RÚV

Viðtalið við Baldvin á vef FRÍ

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30