Fara í efni
Umræðan

Bærinn afsalar sér 85% eignarhluta í Hlíð

Tólf raðhús fyrir aldraða og bílastæðin þar suður af verða sér lóð í skipulagi í framhaldi af samkomulagi Akureyrarbæjar og ríkisins um viðhald og endurbætur á húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar. Mynd: Haraldur Ingólfsson.
Í tengslum við samning milli Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins um fyrirkomulag á endurbótum við hjúkrunarheimilið Hlíð og kostnað við þær hefur verið ákveðin breyting á deiliskipulagi þar sem lóðinni að Austurbyggð 17 er skipt upp í tvær lóðir. Lóðin er í heild skráð 21.813 fermetrar, en breytingin felur í sér að afmörkuð er ný 6.275 fermetra lóð utan um núverandi raðhús og bílastæðin þar sunnan við.
 

Í umræddum samningi er kveðið á um að þinglýst kvöð verði sett á lóðina um að starfsemi á henni skuli vera vegna þjónustu í almannaþágu og jafnframt verði hjúkrunarheimilinu afmörkuð sérstök lóð, en 12 raðhúsaíbúðir fyrir aldraða fái sérstaka lóð. Íbúðirnar eru í eigu Akureyrarbæjar og eru ekki hluti af samningnum um endurbætur húsnæðis Hlíðar. 


Skipulagsuppdráttur sem sýnir skiptingu lóðarinnar Austurbyggð 17 í tvær lóðir. 

Samningurinn kveður jafnframt á um yfirtöku ríkisins á 85% eignarhlut í Austurbyggð 17 á móti 15% eignarhluta Akureyrarbæjar. Á grundvelli samkomulagsins mun ríkissjóður fjármagna viðhalds- og endurbótaframkvæmdir á hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir allt að 1.250 milljónir króna, sem uppreiknast miðað við vísitölu neysluverðs frá undirritun samkomulagsins.

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30