Fara í efni
Umræðan

Bærinn afsalar sér 85% eignarhluta í Hlíð

Tólf raðhús fyrir aldraða og bílastæðin þar suður af verða sér lóð í skipulagi í framhaldi af samkomulagi Akureyrarbæjar og ríkisins um viðhald og endurbætur á húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar. Mynd: Haraldur Ingólfsson.
Í tengslum við samning milli Akureyrarbæjar og ríkisvaldsins um fyrirkomulag á endurbótum við hjúkrunarheimilið Hlíð og kostnað við þær hefur verið ákveðin breyting á deiliskipulagi þar sem lóðinni að Austurbyggð 17 er skipt upp í tvær lóðir. Lóðin er í heild skráð 21.813 fermetrar, en breytingin felur í sér að afmörkuð er ný 6.275 fermetra lóð utan um núverandi raðhús og bílastæðin þar sunnan við.
 

Í umræddum samningi er kveðið á um að þinglýst kvöð verði sett á lóðina um að starfsemi á henni skuli vera vegna þjónustu í almannaþágu og jafnframt verði hjúkrunarheimilinu afmörkuð sérstök lóð, en 12 raðhúsaíbúðir fyrir aldraða fái sérstaka lóð. Íbúðirnar eru í eigu Akureyrarbæjar og eru ekki hluti af samningnum um endurbætur húsnæðis Hlíðar. 


Skipulagsuppdráttur sem sýnir skiptingu lóðarinnar Austurbyggð 17 í tvær lóðir. 

Samningurinn kveður jafnframt á um yfirtöku ríkisins á 85% eignarhlut í Austurbyggð 17 á móti 15% eignarhluta Akureyrarbæjar. Á grundvelli samkomulagsins mun ríkissjóður fjármagna viðhalds- og endurbótaframkvæmdir á hjúkrunarheimilinu Hlíð fyrir allt að 1.250 milljónir króna, sem uppreiknast miðað við vísitölu neysluverðs frá undirritun samkomulagsins.

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00