Fara í efni
Umræðan

Þjóðlegt á Þorra á Hlíð og Lögmannshlíð

Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, viðburða- og kynningarstjóri Hlíðar og Lögmannshlíðar. Ljósmyndir: Rakel Hinriksdóttir.

Þorrinn stendur sem hæst og víða um sveitir og bæi eru haldin þorrablót. Hlíð og Lögmannshlíð á Akureyri eru engir eftirbátar í þeim efnum, og í dag, föstudaginn 2. febrúar var blótað með glæsibrag. Snorri Guðvarðarson, sem nýverið útvegaði heimilunum fjölda gítara með aðstoð Lionsklúbbsins Hængs, – sjá hér – mætti á svæðið með hóp söngvara úr Kvennakór Akureyrar og Kór eldri borgara. Ásamt prúðbúnum starfsmönnum félags- og iðjustarfs, fóru söngvararnir með undirleikurum á öll heimilin og klassísk þorralög voru sungin við góðar undirtektir íbúa og starfsfólks.

Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir er viðburðar- og kynningarstjóri Heilsuverndar Hjúkrunarheimila. „Þorrablótið okkar hefur verið einfalt en skemmtilegt í sniðum,“ segir Ásta Júlía. „Sönghóparnir fara á heimilin rétt fyrir hádegismat og koma með réttu stemninguna fyrir daginn. Svo fá íbúarnir, notendur dagþjónustu og þau sem eru í tímabundinni dvöl þorramat í hádeginu.“ Ásta er í sínum eigin þjóðbúning, eins og margir starfsmenn í dag. Hún segir að eftir hádegið sé haldið þorraball í salnum, bæði á Hlíð og í Lögmannshlíð. 

Snorri í þjóðbúningi að skipuleggja sönghópa.

Þorrablótin hafa tekið breytingum í gegn um tíðina. „Síðustu þrjú árin hefur þetta verið með svipuðu sniði. Covid setti okkur náttúrulega svolítið úr skorðum og þá útbjuggum við þorraskemmtun fyrir íbúana okkar sem við sýndum á sjónvörpunum inni á hverju heimili, þar sem ekki mátti koma saman í stærri hóp. Það gekk vel miðað við allt saman og var mjög skemmtilegt,“ segir Ásta Júlía.

Áður voru þorrablótin haldin um kvöldið, með mat og balli, en Ásta Júlía segir að það hafi verið orðið of stórt í sniðum og einfaldlega búið að sprengja utan af sér. „Við komum ekki öllum fyrir sem vildu mæta, þannig að núna eftir Covid tímabilið höfum við breytt svolítið til, þannig að allir geti verið með.“ 

„Það vekur mikla lukku að hafa hópsönginn og fólki finnst gaman að því að við skulum klæða okkur upp í þjóðbúninga og gera okkur dagamun saman,“ segir Ásta Júlía. „Þetta er svona tyllidagur, og okkar fólki þykir mjög vænt um að við skulum halda í þá hefð.“

Það er þörf fyrir aukna skaðaminnkun á Akureyri

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
15. október 2024 | kl. 11:30

Varði ekki viðsnúninginn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
15. október 2024 | kl. 11:00

Kennaradeilan haustið 2024

Ólafur Kjartansson skrifar
14. október 2024 | kl. 09:00

Opið bréf til borgarstjóra Reykjavíkurborgar

Hlín Bolladóttir skrifar
13. október 2024 | kl. 18:30

Fullkomlega óskiljanlegt

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
12. október 2024 | kl. 17:30

Sam­eigin­legt verk­efni okkar allra

Ingibjörg Isaksen skrifar
11. október 2024 | kl. 19:50