Fara í efni
Umræðan

Bæjarráð: Ráðherra hætti við sameiningu

Bæjarráð Akureyrar leggst gegn sameiningu framhaldsskólanna tveggja á Akureyri, Menntaskólans og Verkmenntaskólans og skorar á  Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra að draga ákvörðun sína til baka. Í skýrslu stýrihóps um eflingu framhaldsskóla sem kynnt var í síðustu viku sé margt algjörlega á skjön við það sem ráðherra fór yfir með bæjarstjón Akureyrar í síðustu viku.

Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs í morgun. Karl Frímannsson skólameistari MA og Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og eftir þau véku af fundi komu fulltrúar nemendafélaga MA og VMA, Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins í MA, Tómas Óli Ingvarsson varaforseti Hugins, Steinar Bragi Laxdal formaður Þórdunu í VMA og Linda Björg Kristjánsdóttir varaformaður Þórdunu.
 
Heimir Örn Árnason D-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista bókuðu eftirfarandi:

„Við teljum óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir og tökum undir þær ábendingar sem nemendur og kennarar hafa nú þegar kynnt. Þegar skýrsla stýrihóps er skoðuð kemur margt þar fram sem er algjörlega á skjön við það sem mennta- og barnamálaráðherra fór yfir með bæjarstjórn í síðustu viku. Í skýrslunni má sjá að möguleg sameining skólanna er fyrst og fremst hagræðingaraðgerð, þar sem sparnaður birtist m.a. í fækkun námsráðgjafa, sálfræðinga, kennara og stækkun nemendahópa. Það fer gegn menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á vellíðan nemenda og jöfn tækifæri til náms. Við teljum afar mikilvægt að nemendur hafi val um bekkjarkerfi og áfangakerfi á Akureyri. Við leggjumst því gegn sameiningu MA og VMA og skorum á ráðherra að draga ákvörðun sína til baka.“
 
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista er kennari við Verkmenntaskólann. Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti hún athygli á því að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið. Meint vanhæfi var lagt upp til atkvæða en samþykkt var samhljóða að ekki væri um vanhæfi að ræða.
 
Sunna bókaði eftirfarandi:

„Ég sit hjá þar sem ég bar upp vanhæfi mitt undir málinu þar sem ég er kennari við VMA og tel mig eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta þar sem ég kenni á braut sem hefur átt undir högg að sækja. Bendi þó á að við verðum að geta þróað námið í átt að nútímanum. Það má þó ekki ana að neinu því eins og margir hafa bent á þá verður ekki aftur snúið ef ekki tekst vel til. Þetta verður að vera á þeim forsendum að við séum að efla nám á svæðinu og þjónustu við nemendur því annars er betur heima setið en af stað farið.“
 
Þess má geta að bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir, Gunnar Már Gunnarsson og Andri Teitsson sátu fund bæjarráðs þegar það fjallaði um mál framhaldsskólanna og Lára Halldóra Eiríksdóttir í gegnum fjarfundarbúnað.

Áskorun vegna breytinga á geðþjónustu

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar skrifar
10. júlí 2024 | kl. 18:08

Nýja viðbyggingin við SAk

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skrifar
10. júlí 2024 | kl. 17:45

KS og Kjarnafæði Norðlenska

Gísli Sigurgeirsson skrifar
09. júlí 2024 | kl. 14:05

Ályktun Geðhjálpar vegna breytinga á þjónustu

Stjórn Geðhjálpar skrifar
06. júlí 2024 | kl. 06:00

Yfirlýsing varðandi breytingar á leikskólagjöldum

Anna Júlíusdóttir skrifar
05. júlí 2024 | kl. 11:45

Opið bréf til forseta Íslands

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. júlí 2024 | kl. 11:00