Anna Lovísa og Emilía unnu Sturtuhausinn
Anna Lovísa Arnarsdóttir og Emilía Björt Hörpudóttir unnu Sturtuhausinn 2026, árlega söngkeppni nemenda Verkmenntaskólans á Akureyri sem fram fór í Sjallanum á fimmtdagskvöldið. Þær fluttu lagið Something in the Orange eftir Zack Bryan. Í öðru sæti varð Ásta Ólöf Jónsdóttir sem tók lagið Einmana eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og í þriðja sæti varð Ninja Dögun Gunnarsdóttir með lagið Lover Girl eftir Laufey.
Sem sigurvegarar Sturtuhaussins verða Anna Lovísa og Emilía Björt fulltrúar VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna í vor.
Myndband af flutningi sigurlagsins er að finna á VMA. Smellið hér til að horfa.
Fleiri myndir frá keppninni eru á vef VMA. Smellið hér til að sjá þær.

Anna Lovísa Arnarsdóttir og Emilía Björt Hörpudóttir flytja sigurlagið, Something in the Orange eftir Zack Bryan.

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!
Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari
Ríkisrekinn byggðahalli
35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll