Fara í efni
Umræðan

Áskorun um snyrtingu gróðurs á lóðarmörkum

Trjágróður er bæði gagnlegur og til prýði en of mikill gróður getur þó torveldað útsýni. Mynd: VS.

Akureyrarbær skorar er á lóðarhafa og umráðendur lóða að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðarmörk að götum, gangstéttum og stígum. Of mikill gróður getur hulið umferðarskilti, byrgt fyrir götulýsingu, torveldað gangandi og hjólandi vegfarendum að komast leiðar sinnar, og valdið ýmiss konar vandræðum fyrir sorphirðu, slökkvilið, sjúkrabíla og snjómokstur, eins og fram kemur í tilkynningu á vef bæjarins.

Bent er á að ef gróður vex út fyrir lóðarmörk þá geta hlotist af því óþægindi og jafnvel hætta fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur, auk þess sem það getur valdið tjóni á tækjum og bifreiðum. Til að tryggja umferðaröryggi og fyrirbyggja slys má krefja lóðarhafa um úrbætur og verði ekki orðið við þeim innan 10 daga má snyrta og klippa góður sem nær út fyrir lóðarmörk á kostnað lóðareigenda án frekari fyrirvara með vísan til byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Akureyrarbær óskar eftir góðri samvinnu allra um að tryggja almenningi greiða leið og skapa umhverfi sem dregur úr líkum á slysum. Allar nánari upplýsingar má fá hjá umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar.

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45