Fara í efni
Umræðan

Dagsektir greiddar og umgengni lagast

Eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í dag hefur ástandið á lóðinni Hamragerði 15 lagast verulega frá því sem áður var. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Dagsektir og innheimtukostnaður að upphæð rúmlega þrjár milljónir króna sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra lagði á húseiganda að Hamragerði 15 hafa fengist greiddar eftir að nauðungarsala fór fram á eigninni í september. Það er sú upphæð sem lá að baki kröfu um nauðungarsölu. 

Umgengni um lóðina hefur lagast mikið á undanförnum vikum, að því er fram kemur í fundargerð Heilbrigðisnendar Norðurlands eystra frá 26. nóvember. Bílum og öðrum lausamunum innan lóðarmarka hefur fækkað verulega. Heilbrigðisnefndin metur þetta svo að þær þvingunaraðgerðir sem gripið var til hafi loks skilað tilætluðum árangri og er umgengni um lóðina nú ásættanleg að mati nefndarinnar. 

Hamragerði 15 þann 2. desember 2025. Eins og sjá má hefur umgengni lagast verulega, eins og Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur staðfest. Mynd: Þorgeir Baldursson.

„Nefndin harmar þann langa tíma sem það tók að koma á nauðsynlegum úrbótum, sem hafði í för með sér verulegan kostnað fyrir lóðarhafa. Heilbrigðisnefnd samþykkir að hætta álagningu dagsekta. Jafnframt hvetur nefndin lóðarhafa til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur varðandi umgengni og ásýnd lóðarinnar,“ segir í bókun heilbrigðisnefndarinnar.

Gott að eldast

Kristín Áslaug Guðmundsdóttir skrifar
19. janúar 2026 | kl. 08:00

Hafirðu ekkert gott að segja er betra að þegja!

Hlín Bolladóttir skrifar
16. janúar 2026 | kl. 11:25

Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari

Halldór Óli Kjartansson skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45