Fara í efni
Umræðan

Dagsektir greiddar og umgengni lagast

Eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í dag hefur ástandið á lóðinni Hamragerði 15 lagast verulega frá því sem áður var. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Dagsektir og innheimtukostnaður að upphæð rúmlega þrjár milljónir króna sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra lagði á húseiganda að Hamragerði 15 hafa fengist greiddar eftir að nauðungarsala fór fram á eigninni í september. Það er sú upphæð sem lá að baki kröfu um nauðungarsölu. 

Umgengni um lóðina hefur lagast mikið á undanförnum vikum, að því er fram kemur í fundargerð Heilbrigðisnendar Norðurlands eystra frá 26. nóvember. Bílum og öðrum lausamunum innan lóðarmarka hefur fækkað verulega. Heilbrigðisnefndin metur þetta svo að þær þvingunaraðgerðir sem gripið var til hafi loks skilað tilætluðum árangri og er umgengni um lóðina nú ásættanleg að mati nefndarinnar. 

Hamragerði 15 þann 2. desember 2025. Eins og sjá má hefur umgengni lagast verulega, eins og Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur staðfest. Mynd: Þorgeir Baldursson.

„Nefndin harmar þann langa tíma sem það tók að koma á nauðsynlegum úrbótum, sem hafði í för með sér verulegan kostnað fyrir lóðarhafa. Heilbrigðisnefnd samþykkir að hætta álagningu dagsekta. Jafnframt hvetur nefndin lóðarhafa til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur varðandi umgengni og ásýnd lóðarinnar,“ segir í bókun heilbrigðisnefndarinnar.

Opið bréf til stjórnvalda

Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri skrifa
03. desember 2025 | kl. 10:00

Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands

Hjörtur Hjartarson og Katrín Oddsdóttir skrifa
28. nóvember 2025 | kl. 18:00

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00