Fara í efni
Umræðan

Gjaldskrár hækka, minnihlutinn ósáttur

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Bæjarráð samþykkti tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir næsta ár með fjórum atkvæðum í dag. Síðari umræða um fjárhagsáætlun bæjarins fer fram í bæjarstjórn á þriðjudag.

Fulltrúar flokka í minnihlutanum voru ósáttir við eitt og annað eins og við mátti búast. Hilda Jana Gísladóttir, Samfylkingu, greiddi atkvæði gegn tillögu um gjaldskrár og þær Jana Salóme I. Jósepsdóttir, Vinstri grænum, bókuðu eftirfarandi:

„Í verðsamanburði 20 stærstu sveitarfélaga landsins eru leikskólagjöld á Akureyri þau fjórðu dýrustu, sé miðað við eitt barn í 8 tíma með fæði. Miðað við breytingar á gjaldskrá kemur þetta gjald til með að hækka, en réttara væri að lækka það. Þá væri æskilegt að falla frá hækkun á gjaldskrá á heimsendum mat fyrir eldri borgara, en verðskráin hjá Akureyrarbæ er nokkuð há í samanburði við önnur sveitarfélög.“

Tekið verði á aðkallandi vanda

Meðal þess sem bæjarráð samþykkti í dag var tillaga velferðarráðs um hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða.

Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Vinstri grænna og Flokks fólksins bókuðu í velferðarráði:

„Samhliða mögulegri hækkun á leigu þá er afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á félagslega húsnæðiskerfinu, enda bíða um 160 einstaklingar eftir húsnæði og því augljóst að fjölga þarf félagslegum íbúðum, þannig að færri bíði í styttri tíma. Eins er afar brýnt að flýta eins og kostur er uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk, enda er þar töluverður biðlisti þar sem fólk hefur beðið lengi.“

Bæjarráð samþykkti með fjórum atkvæðum gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði. Hilda Jana Gísladóttir sat hjá og lét bóka, ásamt Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, Framsókn, og Jönu Salóme I. Jósepsdóttur Vinstri grænum:

„Það er ótækt að aðeins sé farið í breytingar á gjaldskrám fyrir félagslegt húsnæði, án þess að samhliða sé tekist á við það aðkallandi verkefni að stytta biðlista. Bæjarstjórn ber ábyrgð á og á að hafa frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Líklega bíða nú um 160 einstaklingar eftir félagslegu húsnæði í sveitarfélaginu og er mikilvægt að tryggja fleirum öruggt húsnæði sem á því þurfa að halda sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.“

Lærðu að nota nalaxone nefúða, það getur bjargað lífi

Ingibjörg Halldórsdóttir skrifar
07. júní 2024 | kl. 11:15

Þingmenn opnið augun ­og finnið kjarkinn

Jón Hjaltason skrifar
05. júní 2024 | kl. 15:10

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Skúli Bragi Geirdal skrifar
05. júní 2024 | kl. 12:00

Gaza - Almenningur og stjórnvöld á Íslandi verða að ná samstöðu

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
04. júní 2024 | kl. 16:40

Bílastæðagjöld á Akur­eyri og á Egils­stöðum

Ingibjörg Isaksen skrifar
30. maí 2024 | kl. 16:16

Ég kýs Katrínu

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
30. maí 2024 | kl. 06:00