Fara í efni
Umræðan

Arnar hættur með KA! Hallgrímur tekinn við

Arnar Grétarsson hætti í dag sem þjálfari KA eftir tvö ár í starfi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari knattspyrnuliðs KA og Hallgrímur Jónasson, aðstoðarmaður hans, hefur verið ráðinn aðalþjálfari til næstu þriggja ára. Þetta var tilkynnt á heimasíðu KA í dag.

„Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu", segir Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA á heimasíðu félagsins. „Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni."

Fimm leikir eftir

Hallgrímur tekur við stjórn KA um mánaðamótin að því er segir í frétt á vef félagsins, og stýrir liðinu í síðustu fimm leikjum Bestu deildarinnar. Hann hefur verið leikmaður KA frá 2018 og aðstoðarþjálfari frá 2020.

„Hallgrímur á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður bæði hérlendis sem og erlendis. Þá hefur Hallgrímur leikið 16 leiki fyrir A-landslið Íslands og gert í þeim þrjú mörk. Hann kom til KA frá Lyngby BK árið 2018 og hefur átt mikinn þátt þeirri í uppbyggingu sem hefur átt sér stað á knattspyrnustarfi KA á undanförnum árum,“ segir á vef.

„Þá hefur hann sinnt þjálfun yngriflokka félagsins og annast stjórnun á afreksþjálfun innan deildarinnar en hún hefur svo sannarlega borið ávöxt fyrir liðsmenn KA sem og félagið í heild sinni. Frá árinu 2020 hefur Hallgrímur verið aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar með meistaraflokk KA sem hefur stimplað sig inn með eftirtektarverðum hætti í toppbaráttu Bestudeildarinnar og áður Pepsí-Maxdeildarinnar.“

 Arnar Grétarsson og Hallgrímur Jónasson fylgjast með lærisveinum sínum í KA í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15

Ómenning í fjallinu

Adolf Ingi Erlingsson skrifar
12. apríl 2024 | kl. 11:25

Elínborg – meðmæli með biskupsefni

Björg Ágústsdóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 09:15

Í þágu ME-sjúklinga

Freyja Magnúsdóttir og Pétur Þór Jónasson skrifa
10. apríl 2024 | kl. 05:00