Fara í efni
Umræðan

Arna Sif besti leikmaður Bestu deildarinnar

Arna Sif Ásgrímsdóttir með Íslandsmeistaraskjöldinn á laugardaginn. Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrrverandi fyrirliði Þórs/KA, var besti leikmaður Bestu deildarinnar í knattspyrnu í sumar að mati leikmanna deildarinnar. Valið var tilkynnt í uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna á Stöð 2 Sport á laugardag.

Valið kemur ekki á óvart því Arna Sif var frábær í liði Vals sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Hún var einn allra besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrrasumar, yfirburðamaður í liði Þórs/KA, og hafði vistaskipti að leiktíðinni 2021 lokinni.

Svo skemmtilega vill til að hvorki fleiri né færri en sex leikmenn meistaraliðs Vals hafa spilað með Þór/KA, og þar af eru þrjár stelpnanna uppaldar hjá Akureyrarfélögunum. Arna Sif og Lillý Rut Hlynsdóttir í Þór og Anna Rakel Pétursdóttir í KA og allar léku þar lengi með meistaraflokki Þórs/KA.

  • Anna Rakel Pétursdóttir tók þátt í öllum 18 leikjum Vals á Íslandsmótinu í sumar. Hún lék með Þór/KA 2014 til 2018
  • Arna Sif Ásgrímsdóttir tók þátt í öllum 18 leikjum Vals á Íslandsmótinu í sumar. Hún lék með Þór/KA 2007 til 2014 og aftur 2018 til 2021.
  • Lillý Rut Hlynsdóttir var meidd í nánast allt sumar en náði tveimur síðustu leikjum Íslandsmótsins.
  • Lára Kristín Pedersen sem tók þátt í öllum 18 leikjum Vals á Íslandsmótinu í sumar lék með Þór/KA sumarið 2019.
  • Sandra Sigurðardóttir sem stóð í mark Vals í 17 leikjum á Íslandsmótinu í sumar, er frá Siglufirði og lék með Þór/KA/KS, eins og sameiginlegt lið Akureyrar og Siglufjarðar kallaðist, frá 2001 til 2004.
  • Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir sem tók þátt í öllum 18 leikjum Vals á Íslandsmótinu í sumar lék með Þór/KA sumarið 2019.

Anna Rakel Pétursdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir fagna í sumar. Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arna Sif eftir að Valur varð bikarmeistari í sumar. Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45