Fara í efni
Umræðan

Um 250 nýnemar hefja nám við VMA

Benedikt Barðason, nýráðinn skólameistari VMA, býður nýnema velkomna til haustannar. Mynd: Hilmar Friðjónsson - vma.is.

Fyrsti kennsludagur í Verkmenntaskólanum á Akureyri samkvæmt stundaskrá var í gær. Um 870 nemendur eru skráðir í dagskóla í upphafi annar að því er kemur fram á vef skólans. Við það bætast nemendur í fjarnámi, en umsóknarfresti til að sækja um fjarnám lýkur á morgun. Nýnemar við skólann eru um 250.

„Sem fyrr eru margar námsbrautir skólans þétt setnar og á það ekki síst við um hinar ýmsu verknámsbrautir. Auk náms í dagskóla verður í vetur kvöldskóli í bæði rafiðn og húsasmíði. Í rafiðn byrjaði þessi námshópur um síðustu áramót en nýr námshópur, þriðji kvöldskólahópurinn, hefur nú nám í húsasmíði. Nýr námshópur hefur einnig nám núna á haustönn í matartækni. Sem fyrr hefur Marína Sigurgeirsdóttir umsjón með náminu sem verður kennt í lotum,“ segir í frétt á vef skólans. 

Tekið var á móti nýnemum í VMA á þriðjudag. Nýr skólameistari, Benedikt Barðason, ávarpaði nýnemana og forráðamenn þeirra, en að því búnu fóru nemendur með umsjónarkennurum sínum og fengu upplýsingar um skólastarfið fram undan. 

Hilmar Friðjónsson kennari við skólann tók nokkrar myndir við þetta tækifæri og má finna þær í frétt á vef skólans.

Bjartsýni á Norðurlandi

Sigurjón Þórðarson skrifar
07. október 2025 | kl. 20:00

Fáni – ekki fyrir hvern sem er

Þorleifur Ananíasson skrifar
06. október 2025 | kl. 13:00

Byggingarlist fyrir aldraða

Árni Ólafsson skrifar
30. september 2025 | kl. 17:00

Drenglyndi kvartar til Persónuverndar

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
30. september 2025 | kl. 10:00

Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli

Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
26. september 2025 | kl. 14:00

Lýðræðið og kirkjan

Auður Thorberg skrifar
25. september 2025 | kl. 09:30