Fara í efni
Umræðan

Benedikt skipaður skólameistari VMA

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Benedikt Barðason í embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Þetta kemur á vef Stjórnarráðsins í morgun.

Benedikt hefur starfað við skólann í 25 ár sem kennari, áfangastjóri, aðstoðarskólameistari og sem settur skólameistari. Hann var einnig settur skólameistari í Framhaldsskólanum á Laugum síðastliðið ár.

Benedikt er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu auk kennsluréttinda frá Kennaraháskóla Íslands. Hann lauk grunnnámi í efnatæknifræði við Háskólann í Álaborg og er með diplómu í iðnrekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Þrjú sóttu um embætti VMA

Ríkisrekinn byggðahalli

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar
12. janúar 2026 | kl. 13:00

35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ásthildur Sturludóttir skrifar
09. janúar 2026 | kl. 17:45

Akureyrarflugvöllur - Brú milli Norðurlands og umheimsins

Sigrún Björk Jakobsdóttir skrifar
07. janúar 2026 | kl. 11:45

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00