Fara í efni
Umræðan

Benedikt skipaður skólameistari VMA

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Benedikt Barðason í embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi. Þetta kemur á vef Stjórnarráðsins í morgun.

Benedikt hefur starfað við skólann í 25 ár sem kennari, áfangastjóri, aðstoðarskólameistari og sem settur skólameistari. Hann var einnig settur skólameistari í Framhaldsskólanum á Laugum síðastliðið ár.

Benedikt er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu auk kennsluréttinda frá Kennaraháskóla Íslands. Hann lauk grunnnámi í efnatæknifræði við Háskólann í Álaborg og er með diplómu í iðnrekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri.

Þrjú sóttu um embætti VMA

Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur

Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
27. nóvember 2025 | kl. 10:30

Opið bréf til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 17:30

Eflum SAk

Ingvar Þóroddsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:10

Tryggjum öryggi eldri borgara

Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
26. nóvember 2025 | kl. 15:00

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00