Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi
08. maí 2025 | kl. 13:45
Kjörsókn er ámóta á Akureyri í dag og hún var í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Kjörfundur fór rólega af stað í morgun en svo rættist heldur úr.
Á kjörskrá á Akureyri eru 14.688
Á hádegi höfðu 1.331 kosið, 9,26%, en fyrir fjórum árum höfðu 10,02% kosið á sama tíma. Klukkan 20.00 fyrir höfðu um 50% kosið árið 2018.
Í Grímsey kusu 24 og var kjördeildinni lokað á hádegi. Kjörgögn þaðan voru flutt sjóleiðina til Dalvíkur, einnig gögn frá Hrísey og þaðan er ekið með kjörkassa úr báðum eyjum á talningarstað á Akureyri.
Kjörfundi lýkur klukkan 22.00.