Fara í efni
Umræðan

Ámóta kjörsókn og fyrir fjórum árum

Nokkrir biðu við dyr Verkmenntaskólans þegar kjörfundur var opnaður klukkan níu í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Kjörsókn er ámóta á Akureyri í dag og hún var í sveitarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Kjörfundur fór rólega af stað í morgun en svo rættist heldur úr.

Á kjörskrá á Akureyri eru 14.688

Á hádegi höfðu 1.331 kosið, 9,26%, en fyrir fjórum árum höfðu 10,02% kosið á sama tíma. Klukkan 20.00 fyrir höfðu um 50% kosið árið 2018.

Í Grímsey kusu 24 og var kjördeildinni lokað á hádegi. Kjörgögn þaðan voru flutt sjóleiðina til Dalvíkur, einnig gögn frá Hrísey og þaðan er ekið með kjörkassa úr báðum eyjum á talningarstað á Akureyri.

  • Klukkan 20:00 höfðu 7.274 greitt atkvæði – 50,63%
  • Klukkan 19:00 höfðu 7.020 greitt atkvæði – 48,85%
  • Klukkan 18:00 höfðu 6.531 greitt atkvæði – 45,45%
  • Klukkan 17:00 höfðu 5.666 greitt atkvæði – 39,43%
  • Klukkan 16:00 höfðu 4.851 greitt atkvæði – 33,76%
  • Klukkan 15:00 höfðu 4.063 greitt atkvæði – 28,27%
  • Klukkan 14:00 höfðu 2.987 greitt atkvæði – 20,78%
  • Klukkan 13:00 höfðu 2.116 greitt atkvæði – 14,72%
  • Klukkan 12:00 höfðu 1.331 greitt atkvæði – 9,26%
  • Klukkan 11:00 höfðu 791 greitt atkvæði – 5,50%
  • Klukkan 10:00 höfðu 285 greitt atkvæði – 1,94%

Kjörfundi lýkur klukkan 22.00.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30