Fara í efni
Umræðan

„Algjör hola í höggi“

Akureyrarbær hefur auglýst eftir kauptilboðum í byggingarrétt hótels við Jaðarsvöll. 

Lóðin sem um ræðir er 3.000 fermetrar og er auglýst sem einstök staðsetning við einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæði bæjarins í Naustaborgum og Kjarnaskógi sem bjóða upp á spennandi möguleika árið um kring. Má segja að þetta hótel verði algjör hola í höggi,“ eins og það er orðað í auglýsingunni. Tilboðsfrestur er til hádegis miðvikudaginn 13. mars og verða tilboðin opnuð í Ráðhúsinu kl. 14 sama dag. 

Byggingarreitur fyrir hótel suðaustan við núverandi klúbbhús við Jaðarsvöll hefur verið afmarkaður í deiliskipulagi frá árinu 2011. Skriður komst á málið með samningi bæjarins við Golfklúbb Akureyrar í september í fyrra eins og Akureyri.net greindi frá í frétt þegar undirritaður var samningur milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbsins um uppbyggingu á svæði klúbbsins.

Sterk ferða­þjónusta skapar sterkara sam­félag

Ingibjörg Isaksen skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 14:00

Þjónustufall á landsbyggðinni í skugga uppsagna ferliverkasamninga, hvað þarf til að stjórnvöld bregðist við?

Helga Björk Heiðarsdóttir og Guðjón Kristjánsson skrifar
21. nóvember 2025 | kl. 06:00

Fallorka og Orkusalan – saman í stanslausu stuði!

Rúnar Sigurpálsson og Magnús Kristjánsson skrifa
20. nóvember 2025 | kl. 12:00

Er þjóðernishyggja hættuleg?

Kári Liljendal Hólmgeirsson skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 15:00

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00