Fara í efni
Umræðan

„Algjör hola í höggi“

Akureyrarbær hefur auglýst eftir kauptilboðum í byggingarrétt hótels við Jaðarsvöll. 

Lóðin sem um ræðir er 3.000 fermetrar og er auglýst sem einstök staðsetning við einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæði bæjarins í Naustaborgum og Kjarnaskógi sem bjóða upp á spennandi möguleika árið um kring. Má segja að þetta hótel verði algjör hola í höggi,“ eins og það er orðað í auglýsingunni. Tilboðsfrestur er til hádegis miðvikudaginn 13. mars og verða tilboðin opnuð í Ráðhúsinu kl. 14 sama dag. 

Byggingarreitur fyrir hótel suðaustan við núverandi klúbbhús við Jaðarsvöll hefur verið afmarkaður í deiliskipulagi frá árinu 2011. Skriður komst á málið með samningi bæjarins við Golfklúbb Akureyrar í september í fyrra eins og Akureyri.net greindi frá í frétt þegar undirritaður var samningur milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbsins um uppbyggingu á svæði klúbbsins.

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30

Fréttir af baggavélum og lömbum

Heiða Ingimarsdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 06:00

Leiðrétting veiðigjalda – tækifæri, ekki árás

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 16:00

Stöðvum áætlanir um sjókvíaeldi í Eyjafirði!

Harpa Barkardóttir skrifar
24. júní 2025 | kl. 06:00