Fara í efni
Pistlar

Vilhelm Þorsteinsson farinn til makrílveiða

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja leysti landfestar þegar Vilhelm lét úr höfn, eins og hann hefur gert svo oft í gegnum tíðina þegar skip Samherja halda til veiða. Hugsanlega var þetta í síðasta skipti sem Þorsteinn leysir landfestar sem forstjóri fyrirtækisins en hann lætur af því starfi fyrir mánaðamót.

Uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, hélt frá Akureyri í fyrrakvöld til makrílveiða. Fyrstu íslensku skipin hófu leit og veiðar fyrr í vikunni en þau mega veiða samtals 125 þúsund tonn, þar af eru veiðiheimildir Vilhelms Þorsteinssonar EA hátt í 14 þúsund tonn.

Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm segir á heimasíðu Samherja að með fleiri skipum styttist væntanlega í að vertíðin hefjist fyrir alvöru. Rétt um tveir mánuðir eru liðnir frá því kolmunnavertíð lauk.

„Við verðum að vona hið besta í upphafi vertíðar. Skipin sem eru komin á miðin eru suðaustur og austur af landinu en ég reikna fastlega með því að fara í Smuguna. Siglingin í Smuguna er nokkuð löng, tekur um einn og hálfan sólarhring og er lykilatriði við veiðar þar að útgerðir hafi á að skipa góðum og öflugum flota.“

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 siglir út Eyjafjörð á fimmtudagskvöldið. Mynd: Þorgeir Baldursson

Samstarf við önnur skip skilar góðum árangri

Síðustu árin hafa skip Samherja og Síldarvinnslunnar unnið saman á miðunum, sem hefur gefið góða raun að sögn Guðmundar.

„Aflanum er safnað saman í eitt skip, með því móti kemst fiskurinn mun ferskari til vinnslu í landi. Samstarfið sparar líka umtalsverða orku, því með þannig vinnulagi er ekki verið að sigla í land með ónýtta burðargetu. Ég tel að þetta samstarf hafi gengið vel, markmiðið er alltaf að hámarka verðmæti aflans. Eins og ég segi, þá er ég þokkalega bjartsýnn á komandi vertíð, upphaf hverrar vertíðar er að vísu oft háð nokkurri óvissu. Og þannig er staðan akkúrat núna. Þessir þættir hafa ekkert breyst með árunum,“ segir Guðmundur í viðtali á vef Samherja.

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30