Fara í efni
Pistlar

„Fagur fiskur úr sjó“ á Iðnaðarsafninu

Tveir stofnenda Samherja við opnun sýningarinnar í dag, frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri, lengst til vinstri, og Þorsteinn Vilhelmsson, sem bendir á eitthvað mjög áhugavert að því er virðist. Hann var skipstjóri á Akureyrinni - fyrsta skipi Samherja. Skapti Hallgrímsson

Sýningin „Fagur fiskur úr sjó“ var opnuð í Iðnaðarsafninu í dag, í tilefni 80 ára afmælis Útgerðarfélags Akureyringa. Þar er saga ÚA sögð með ljósmyndum, kvikmyndum og munum.

Óhætt er að hvetja fólk til þess að bregða sér á Iðnaðarsafnið því sýningin er bæði afar fróðleg og skemmtileg. Gestir í dag höfðu augljóslega ekki síst gaman að því að skoða gamlar ljósmyndir – enda fátt sem gleður meira en það, að margra mati.

Sýningin markar upphaf að söfnun á sögum og minningum þeirra sem störfuðu hjá ÚA, að sögn forráðamanna félagsins og Iðnaðarsafnsins. ÚA hefur verið í eigu Samherja síðan 2011.

Meira síðar

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30