Fara í efni
Pistlar

Þúsundir skoðuðu ÚA í gær – sýning í dag

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína upp í brú á Kaldbak EA 1 í gær. Þessum ungu drengjum þótti útsýnið þaðan augljóslega flott. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Talið er að nokkur þúsund manns hafi lagt leið sína í Útgerðarfélag Akureyringa á Fiskitanga í gær. Almenningi var þá boðið að kynna sér starfsemi ÚA í tilefni 80 ára afmælis félagsins sem var síðastliðinn mánudag, 26. maí. Fólk gat skoðað fiskvinnsluhúsið og togarann Kaldbak EA 1, sem lá við bryggju, og þegið veitingar í matsal ÚA. 

Fyrir framan fiskvinnsluhúsið var ljósmyndasýningin Myndbrot úr sögu ÚA, þar sem varpað var ljósi á sögu félagsins í 80 ár.

Afmælissýning í Iðnaðarsafninu

  • Í dag er sjómannadagurinn og klukkan 13:00 verður opnuð sýningin Fagur fiskur úr sjó í Iðnaðarsafninu á Krókeyri.
  • Þar er saga Útgerðarfélags Akureyringa sögð með ljósmyndum, kvikmyndum og munum. Sýningin markar upphaf að söfnun á sögum og minningum þeirra sem störfuðu hjá ÚA.
  • Ókeypis er á sýninguna þennan dag og veitingar verða í boði.

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

Skaðvaldar á birki

Sigurður Arnarson skrifar
25. júní 2025 | kl. 09:30