Fara í efni
Pistlar

Vél Transavia var snúið til Egilsstaða í morgun

Mikil gosmóða mældist á Akureyri í morgun að því er segir á vef Umhverfis- og orkustofnunar. Það er væntanlega móðan sú arna sem þarna hylur skemmtiferðaskipið Mein Schiff við Tangabryggju. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Flugvél Transavia sem kom frá Amsterdam í morgun og átti að lenda á Akureyri var snúið til Egilsstaða. Vélin gat ekki lent vegna lélegs skyggnis. Ef til vill má segja að það hafi verið mjög lágskýjað en gosmóðu má líklega kenna um, a.m.k. að einhverju leyti. „Mikil gosmóða hefur mælst á Akureyri og Ísafirði síðan í nótt og ský gosmóðu virðist liggja yfir stórum parti Norðurlands, Vestfjarða og fleiri staða,“ segir á vef Umhverfis- og orkustofnunar í morgun.

Samkvæmt vef Isavia átti vél Transavia að lenda á Akureyrarflugvelli um klukkan 9.30 og er reyndar enn sögð á áætlun. Á vefnum kemur fram að vél Icelandair frá Reykjavík lenti á Akureyri kl. 9.32.

Skjáskot af vefnum Flightradar í morgun.

Gróðurhússbruninn

Jóhann Árelíuz skrifar
03. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þessi þjóð er á tali

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00

Atlavík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. júlí 2025 | kl. 11:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00