Fara í efni
Pistlar

Vél Edelweiss gat ekki lent í morgun

Skjáskot af vefsíðunni FlightRadar24 þar sem hægt er að fylgjast með flugi hvarvetna í veröldinni.

Vél svissneska flugfélagsins Edelweiss gat ekki lent á Akureyri morgun vegna lélegs skyggnis. Annan daginn í röð verður því vél erlends flugfélags frá að hverfa af sömu ástæðu; vél hollenska félagsins Transavia sem kom frá Amsterdam í gærmorgun var snúið til Egilsstaða. 

Vél Edelweiss kom frá Keflavík í morgun og hélt þangað á ný eftir langt hringsól yfir Norðurlandi. Heimildir Akureyri.net herma að hefði nýtt aðflug úr suðri, sem lengi hefur verið beðið eftir, verið komið í gagnið á Akureyrarflugvelli, væri mun líklegra að umræddar vélar hefðu getað lent.

Rúta suður – flug út í fyrramálið

Á annað hundrað manns ætluðu með vél Edelweiss frá Akureyri til Sviss í dag. Farþegi sem hafði samband við Akureyri.net segir að hópnum  hafi verið tilkynnt að framundan sé rútuferð til Reykjavíkur, ennfremur að þar verði gist á hóteli í nótt og ekki flogið utan fyrr en í fyrramálið. Farþegarnir verða því ekki komnir á áfangastað fyrr en sólarhring á eftir áætlun.

Bærinn hefur áhyggjur

Forráðamenn Akureyrarbæjar hafa lýst áhyggjum af þeirri töf sem orðið hefur á því að hanna nýja aðflugsferla fyrir fyrir lendingar véla úr suðri á Akureyrarflugvelli. Samkvæmt reglum sem íslensk stjórnvöld hafa fullgilt átti að ljúka verkinu fyrir 25. janúar á síðast ári og í nóvember í fyrra skoraði bæjarráð á Isavia að ljúka verkinu sem fyrst.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, sagði við Akureyri.net í kjölfar umfjöllunar bæjarráðs að verið væri að ljúka hönnun nýrra flugferla fyrir Akureyrarflugvöll vegna lendinga úr suðri. Verkefnið væri flókið og hefði ekki tekið óeðlilega langan tíma – sjá frétt hér.

Sigrún sagði í nóvember á síðasta ári að ef ekkert óvænt komi upp í prófunum væri stefnt að gildistöku þeirra 15. maí á þessu ári eða í síðasta lagi núna í sumar. Akureyri.net er ekki kunnugt um hver staðan er á því verkefni en umræddum prófunum er a.m.k. enn ekki lokið.

Skjáskot af Flightradar24 þegar vél Edelweiss var á leið til Keflavíkur á nýjan leik í morgun.

Gróðurhússbruninn

Jóhann Árelíuz skrifar
03. ágúst 2025 | kl. 06:00

Þessi þjóð er á tali

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
02. ágúst 2025 | kl. 06:00

Ótilhlýðileg framkoma í eitruðu starfsumhverfi

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. ágúst 2025 | kl. 09:30

Einkennisbarrtré suðurhvelsins

Sigurður Arnarson skrifar
30. júlí 2025 | kl. 09:00

Atlavík

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. júlí 2025 | kl. 11:30

Timburmenn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
27. júlí 2025 | kl. 06:00