Atlavík
28. júlí 2025 | kl. 11:30
Þórsarar fá Grindvíkinga í heimsókn í Bogann í dag í 15. umferð Lengjudeildarinnar í knattspyrnu, næst efstu deildar Íslandsmótsins. Í síðustu umferð gerðu Þórsarar 2:2 jafntefli við Keflvíkinga á Reykjanesinu en Grindvíkingar töpuðu 2:1 á heimavelli fyrir Þrótti.
Að loknum 14 umferðum af 22 er Þór í 5. sæti deildarinnar með 24 stig, færðist niður um eitt sæti með jafnteflinu í Keflavík í síðustu umferð. Grindavík er í 8. sæti með 14 stig. Fyrri leikur þessara liða varð að markaveislu þar sem Þórsarar fögnuðu 4:3 sigri á Stakkavíkurvelli í Grindavík undir lok maímánaðar.
Þrír leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld:
Tveir síðustu leikir umferðarinnar verða á morgun: