Fara í efni
Pistlar

Sýprus

TRÉ VIKUNNAR - 123

Pistill í röðinni Tré vikunnar birtist vikulega á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga, alla miðvikudaga. Akureyri.net birtir brot úr hverjum pistli til að vekja athygli á skrifunum og hvetur fólk til að lesa meira á vefsíðu félagsins.
_ _ _

Við erum stödd í Toskana á Ítalíu. Við göngum eftir trjágöngum og stefnum á villuna við enda þeirra. Við gætum líka verið í Suður-Frakklandi og þá kallast svona göng „allè“. Það orð hefur ratað í fjölmörg tungumál. Í höllinni bíður okkar rauðvín og pizza með parmaskinku. Við dáumst að útsýninu í góða veðrinu. Trjágöngin eða „allè“ eru þannig að tvær og aðeins tvær raðir af trjám mynda göngin. Þannig á það að vera. Trén eru öll af sömu tegund og nær alveg eins. Áður en við förum í veisluna verðum við að fá svar við einni spurningu. Hvaða grönnu, teinréttu og sígrænu tré eru þetta sem mynda trjágöngin?
 
 

Tré vikunnar. Myndin fengin af þessari auglýsingasíðu fyrir vín.

Við gætum líka farið aftur í tímann og heimsótt rómverskan herragarð. Þar sjáum við vínvið eða ólífutré í brekkunum en einnig þessi einkennandi tré. Hvaða tré eru það sem eru svona áberandi á þessum slóðum á tímum Rómarveldis?

Annar möguleiki er að ferðast í huganum til einhvers borgríkis Grikklands hins forna. Hvítklæddir öldungar ráfa um götur og torg og ræða heimspeki. Að baki þeim eru nokkur tré sem hvert og eitt er eins og risastór blýantur. Ef til vill gefur það Grikkjunum tækifæri til að rökræða um fegurðina. Eru þetta eitthvað kunnugleg tré? Sama spurning gæti vaknað ef við gætum ferðast í huganum til Austurlanda nær og skoðað hvernig þar var umhorfs fyrir nokkrum öldum.

 
 

Málverk af hinni fornu Róm. Hvaða tré eru á myndinni? Myndin fengin héðan.

Ef við nennum ekki í ferðalög í huganum gætum við skoðað eitthvert málverk eða auglýsingamyndir sem sýna landslag við Miðjarðarhafið. Þá vaknar álíka spurning: Hvaða fögru tré eru þetta sem setja svona einkennandi svip á landslag við Miðjarðarhafið?

 

Hveitiakur og sýprustré eftir Vincent van Gogh. Hann málaði fjölmargar myndir af svona trjám. Myndin fengin frá WikiArt.

Trén, sem sjást á svo mörgum landslagsmálverkum og auglýsingaljósmyndum frá þessum slóðum tilheyra sýprusum eða Cupressus sempervirens L. Þau eru sígræn, oftast mjókeilulaga og beinvaxin. Þannig taka þau ekki mikið pláss en bæta samt allt umhverfið. Villt tré af þessari tegund þurfa ekki að vera svona mjóslegin, þótt það gerist stundum. Til eru skógarlundir af þessari sömu tegund sem hafa allt annað útlit.

Meira á vef Skógræktarfélagsins.

Sigurður Arnarson er í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Smellið hér til að sjá allan pistilinn

Brilljantín

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
21. júlí 2025 | kl. 11:30

Garðsvík; gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
20. júlí 2025 | kl. 13:00

Uppgrip í Vaglaskógi

Jóhann Árelíuz skrifar
20. júlí 2025 | kl. 11:30

Krísuvík

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
18. júlí 2025 | kl. 06:00

Trjávernd

Sigurður Arnarson skrifar
16. júlí 2025 | kl. 10:30

Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
14. júlí 2025 | kl. 16:30