Fara í efni
Pistlar

Gervisáli

Fram hefur komið í fjölmiðlum að fólk virðist í vax­andi mæli leita til gervi­greind­ar­for­rita vegna and­legr­ar van­líðunar í stað þess að fara til sál­fræðings eða annarra meðferðaraðila.

Ástæður þess að fólk leitar eftir samtalsmeðferð eru:

  1. Að fá stuðning við að leysa vandamál, gera breytingar eða vinna úr áföllum.
  2. Leita meðferðar gegn geðsjúkdómum.
  3. Samskiptavandamál og álag.
  4. Einmanaleiki og ráðaleysi.
  5. Löngun eftir gervilausnum.

Það sem meðferðaraðilar, ráðgjafar og þeir sem sinna sálgæslu geta boðið upp á er:

  1. Að veita stuðning, kenna nýjar aðferðir t.d. markþjálfunar við að leysa vandamál, spegla afleiðingar breytinga og leiðbeina um úrvinnslu áfalla.
  2. Veita meðferð út frá þekkingu fræðisviða eins og sálfræði, geðlæknisfræði, geðhjúkrunar, fjölskyldu- og félagsfræði eða iðju- og þroskaþjálfunar.
  3. Samskipta- og persónuleikagreining eða streituráðgjöf.
  4. Hvatning og nýjar hugmyndir.
  5. Ráðleggingar gegn sjálfmiðun og upplýsingaóreiðu.

Það sem okkur meðferðaraðilum finnst að fólk gæti komið oftar eða fyrr með til okkar eru:

  1. Varnir gegn fíkn.
  2. Forvarnir gegn kulnun.
  3. Fræðsla um lífsstíl sem er heilsusamlegur og verndandi.

Líklegt er að gervigreindin geti hjálpað til við flest þessi mál, jafnvel leyst þau a.m.k. að einhverju leyti og við þurfum að læra að nota hana eins og öll önnur þau tæki og tól sem við finnum upp.

Það sem gervigreindin mun eiga erfiðast með að gera er:

  1. Að mynda mannlega tengingu.
  2. Framkalla traust og innsæi.
  3. Að viðhalda von á erfiðustu stundunum.
  4. Að búa til svo kölluð „vá augnablik“ sem gerast í árangursríkum samtalsmeðferðum, þegar sjálfsskoðun og vinna með varnarhætti og hegðunarmynstur gjörbreytir öllu á einu augnabliki og upplifun þeirra sem sitja í viðtalinu er að það hafi orðið kraftaverk.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir

Hús dagsins: Norðurgata 13

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
24. janúar 2026 | kl. 06:00

Hvor var betri, Tommi eða Kóki?

Orri Páll Ormarsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

ʻŌhiʻa Lehua

Sigurður Arnarson skrifar
21. janúar 2026 | kl. 10:00

Vökustaurar

Jóhann Árelíuz skrifar
18. janúar 2026 | kl. 06:00

Runnkennt elri til landgræðslu - Seinni hluti: Tegundir

Sigurður Arnarson skrifar
14. janúar 2026 | kl. 09:45

Hreyfing – þegar gæði skipta meira máli en magn

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
13. janúar 2026 | kl. 06:00