Fara í efni
Pistlar

Selur í eldhúsvaski

EYRARPÚKINN - 32

Þú ert eins og selur Jói minn sagði mamma þegar hún baðaði mig í hvítum vaski gömlu eldhúsinnréttingarinnar.

Gekkst ég upp við hrósið og þandi mig allan og stælti.

Það er laugardagskvöld og bara við mæðgin heima því pabbi er í Laxagötunni og systkini á braut.

Mikið væri ég ein ætti ég þig ekki segir mamma.

Og þó vaskurinn væri ekki stór tókst mér að hamast svo í honum að vatnið flaut um allt gólf en Rafhahellurnar skörtuðu sápukúlum.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Selur í eldhúsvaski er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Blásitkagreni

Sigurður Arnarson skrifar
17. september 2025 | kl. 08:30

Reykt

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. september 2025 | kl. 11:30

Meistari málsins

Skapti Hallgrímsson skrifar
14. september 2025 | kl. 21:30

Sveitasæla

Jóhann Árelíuz skrifar
14. september 2025 | kl. 06:00

Ekki ganga af göflunum

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
13. september 2025 | kl. 06:00

Svartþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. september 2025 | kl. 09:15