Fara í efni
Pistlar

SA Víkingar töpuðu í Laugardalnum í kvöld

SR-ingar höfðu betur gegn SA Víkingum í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Myndin er úr úrslitaeinvígi liðanna síðastliðið vor. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

SA Víkingar töpuðu fyrir SR í Toppdeild karla í íshokkí í kvöld, 6-3, eftir að hafa lent 4-0 undir í annarri lotu. SA er þó áfram í efsta sæti Toppdeildarinnar með 12 stig. 

Heimamenn náðu forystunni í fyrstu lotunni og bættu svo við þremur mörkum á um fimm mínútna kafla um miðja aðra lotuna. Staðan var orðin 4-0 áður en Mattías Már Stefánsson kom SA á blað með þeirra fyrsta marki þegar langt var liðið á aðra lotu. Heimamenn svöruðu með sínu fimmta marki áður en annarri lotunni lauk og sjötta markinu þegar tvær mínútur voru liðnar af þriðju lotunni.

Ormur Jónsson minnkaði muninn í 6-3 með tveimur mörkum í þriðju lotunni, en þar við sat. Heimamenn í Laugardalnum náðu að verjast sóknum Akureyringa það sem eftir var og kláruðu með sigri. 

  • SR - SA 6-3 (1-0, 4-1, 1-2)

SR

Mörk/stoðsendingar: Alex Máni Sveinsson 2/0, Hákon Magnússon 1/1, Gunnlaugur Þorsteinsson 1/1, Haukur Steinsen 1/0, Daniel Otuoma 1/0,  Þorgils Eggertsson 0/2, Heiðar Örn Kristveigarson 0/1, Sölvi Atlason 0/1.
Varin skot: Ævar Björnsson 26 af 29 skotum (89,7%).
Refsimínútur: 14.

SA

Mörk/stoðsendingar: Ormur Jónsson 2/0, Matthías Már Stefánsson 1/0, Hafþór Andri Sigrúnarson 0/1, Heiðar Gauti Jóhannsson 0/1, Bjarmi Kristjánsson 0/1.
Varin skot: Róbert Steingrímsson 23 af 29 skotum (79,3%).
Refsimínútur: 8. 

SA er áfram í efsta sæti Toppdeildarinnar með 12 stig úr sex leikjum, en SR eru með níu stig úr fimm leikjum. 

Leikskýrslan (atvikalýsing).

Staðan í deildinni.

Leiknum var streymt á YouTube-síðu Íshokkísambandsins þar sem hægt er að horfa á upptöku af honum.

Hvalastrandið

Jóhann Árelíuz skrifar
23. nóvember 2025 | kl. 06:00

Þið kannist við jólaköttinn ...

Pétur Guðjónsson skrifar
22. nóvember 2025 | kl. 16:00

Um nöfn og flokkunarkerfi. Seinni hluti

Sigurður Arnarson skrifar
19. nóvember 2025 | kl. 12:00

Hreyfing hreyfingarinnar vegna

Guðrún Arngrímsdóttir skrifar
18. nóvember 2025 | kl. 06:00

Djúpstæð augu sviðakjammanna

Jóhann Árelíuz skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00

Einmanaleiki

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. nóvember 2025 | kl. 06:00