Fara í efni
Pistlar

Rifið í handbremsuna í Tónlistarskólanum

Tónlistarskólinn á Akureyri hefur gripið til ráðstafana vegna Covid smita í bænum, eins og aðrir skólar.

„Vegna fjölda covid smita í bænum undanfarið munum við rífa hressilega í handbremsuna hjá okkur næstu daga,“ sagði á Facebook síðu skólans í morgun. „Vikuna 4. til 8. október verða engir hóptímar eða hljómsveitaræfingar í tónlistarskólanum. Mánudagstónleikar falla niður sem og Suzuki hóptímar, öll tónfræði og solféges, hringekjan, samsöngur og allir aðrir tímar þar sem fleiri en einn nemandi er viðstaddur.“

Einkatímar í söng og hljóðfæraleik verða kenndir en þeir sem kjósa geta fengið tíma fjarkennslu, segir í tilkynningunni. Best sé að ræða það beint við viðkomandi kennara.

„Ef nemendur eru í sóttkví eða smitgát býðst þeim að fá tíma í fjarkennslu. Ef kennari er í sóttkví eða smitgát mun hann kenna í fjarkennslu. Ef kennari eða nemandi er veikur fellur tími niður eins og venjulega.

Við minnum á mikilvægi handþvottar og persónulegra sóttvarna og þökkum ykkur gott samstarf í sóttvarnarmálum hér eftir sem hingað til. Vonandi verðum við komin aftur á beinu brautina fyrr en varir.“

Blásitkagreni

Sigurður Arnarson skrifar
17. september 2025 | kl. 08:30

Reykt

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. september 2025 | kl. 11:30

Meistari málsins

Skapti Hallgrímsson skrifar
14. september 2025 | kl. 21:30

Sveitasæla

Jóhann Árelíuz skrifar
14. september 2025 | kl. 06:00

Ekki ganga af göflunum

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
13. september 2025 | kl. 06:00

Svartþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. september 2025 | kl. 09:15