Fara í efni
Pistlar

Rámur kálfur í túnjaðri

EYRARPÚKINN - 61

Nú var þokusuddi en ekki sólskin sumarsins 1960 þegar við Jón hentumst um tún á gula loftbelgnum frá Landhelgisgæslunni svo hundar og hænsn vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið.
 
Mér var hrollkalt eftir ferðavolkið og kannski um innantökur að ræða sem ég stóð við eldhúsbekkinn í grænköflótta jakkanum sem Pétur kallaði Eysteinsjakkann og virti fyrir mér sprunginn spegil yfir vaska og kaldavatnskrana með rauðri gúmmíslöngu sem dropaði úr einsemdarlega.
 
Sigga bar mér flatbrauð með viðbiti og hangikjöti en mig klígjaði við pestargulu sveitasmjörinu og sýndist spenvolg mjólkin æðablá en mændi gegnum móðu eldhúsljórans á kálf sem stóð þar baulandi tjóðraður við staur og var kálfurinn kúahlandsrauður eins og slangan á krananum.
 

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

    • Á sunnudögum síðustu misseri hefur akureyri.net birt kafla úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003. Rámur kálfur í túnjaðri er kafli úr bókinni Sveskjur í sólarlaginu, síðari bók Jóhanns um Eyrarpúkann en þar segir einkum frá dvöl drengsins á æskuslóðum föður hans í Vopnafirði. Bókin kom út 2010.

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00