Fara í efni
Pistlar

Pétur læknir

EYRARPÚKINN - 36

Heimilislæknirinn mætti á Willýsjeppa, stikaði stéttina í gulbrúnum frakka með gráan hatt og brúna tösku og vantaði bara byssureykinn og rann kalt milli skinns og hörunds þegar hann hlustaði mann með svartri stólpípunni.

Kannast við þetta hvein í doska, láttu mig þekkja það, þetta fékk ég líka og varð Pétur óléttur í einni vitjan.

Svo rak hann skeið í lok og sagði Gaptu strákur og var stutt í uppsöluna.

Þótti mömmu heimilislæknirinn hrjúfur en pabbi var hrifinn því Pétur minnti hann á Árna lækni á Vopnafirði sem rak fólkið fársjúkt úr rúmunum svo fiðrik rauk úr sængum.

Jóhann Árelíuz er rithöfundur og skáld.

  • Pétur læknir er kafli úr Eyrarpúkanum, gáskafullu skáldverki sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Bókin kom út 2003.

Blágreni

Sigurður Arnarson skrifar
30. apríl 2025 | kl. 16:30

Hús dagsins: Minjasafnskirkjan (Aðalstræti 56)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. apríl 2025 | kl. 13:45

Bravo

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
28. apríl 2025 | kl. 11:30

Bjóðum þjófa og slordóna velkomna

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. apríl 2025 | kl. 06:00

Amma Kristín

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
25. apríl 2025 | kl. 06:00

Júdasartré

Sigurður Arnarson skrifar
23. apríl 2025 | kl. 08:30