Fara í efni
Pistlar

Orsakir Alzheimer sjúkdóms

Fræðsla til forvarna - III

Enn er óljóst hvað orsakar Alzheimer sjúkdóm. Þó er vitað að inn í heilafrumunum setjast að flögur (amyloid plaques) og einkennilegir þræðir (neurofibrillary tangles) myndast. Ekki er ljóst hvort þetta eru afleiðingar efnaskiptatruflana eða hvort þessar breytingar eru upphaflegar orsakir truflana á starfssemi frumnanna sem að lokum deyja og heilinn rýrnar. Þessar breytingar verða oftast í gráa laginu í ysta hluta heilans og helst á gagnaugasvæðinu en þar býr einmitt minnið. Einnig missa heilafrumurnar tengsl sín á milli með tilheyrandi skerðingu á verkaskiptingu og samstarfi ólíkra svæða heilans. Þetta getur valdið rugli og skerðingu á áttun.

Þrátt fyrir að ekki sé mikil þekking á því hvað setur þetta ferli af stað þá er vitað um nokkra þætti sem auka líkur á sjúkdómnum. Slíkir þættir eru í rannsóknum kallaðir áhættuþættir (risk factors). Fyrir Alzheimer sjúkdóm eru þekktustu áhættuþættir eftirfarandi: Aldur, en hætta á að fá sjúkdóminn eykst með aldri, sjúklegt þunglyndi, alvarlegir höfuðáverkar, háþrýstingur og vissir erfðaþættir, sérstaklega svo nefnd APOE samsetning í genasafninu.

Þeir þættir, sem eru aftur á móti verndandi, eru reglusamt líferni, holl næring og góð andleg, líkamleg og félagsleg heilsa.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir. Alzheimer dagurinn er síðar í þessum mánuði og Ólafur mun skrifa nokkra pistla af því tilefni.

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00

Balsaviður

Sigurður Arnarson skrifar
17. apríl 2024 | kl. 09:30

Sígildar sögur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. apríl 2024 | kl. 11:30

Mikilvægi Lystigarðsins fyrir lýðheilsu

Sigurður Arnarson skrifar
10. apríl 2024 | kl. 11:00

Sparksleði

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
08. apríl 2024 | kl. 11:30